Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Page 13

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Page 13
I annarri útgáfu rits Ólafs Jóhannessonar, sem út kom 1974, virðist þessi umfjöllun ekki hafa sætt efnislegri endurskoðun, en bætt er við ýmsum nýrri dómareifunum, sem styrkja þau viðhorf, sem höfundur setti upphaflega fram.17 I ritgerð Jóns P. Emils frá árinu 1962 koma fram í öllum aðalatriðum sömu sjónarmið og hjá Ólafi Jóhannessyni, m.a. um að ekki eigi að binda ábyrgð hins opinbera í ólögfestum tilvikum við tjón, sem valdið er með saknæmum hætti af starfsmönnum þess.18 I ritgerð Arnljóts Bjömssonar frá árinu 1994 kemur fram það viðhorf, að ýmis merki séu um, að dómstólar séu að hverfa frá hefðbundinni varfæmi þegar tekin er afstaða til bótaábyrðgar ríkisins. Er niðurstaða höfundar sú, að á sum- um sviðum, einkum þegar ríkið hefur með höndum skyldubundið eftirlit, sé þó vinnuveitandaábyrgð þess þrengri en leiðir af almennum reglum.19 Engin tök eru á því í þessari grein að rekja þá dóma, sem gengið hafa um ábyrgð ríkisins og sveitarfélaga vegna annars tjóns en þess sem orðið hefur vegna þinglýsingarmistaka, enda em aðrir dómar almennt fyrir utan vettvang greinarinnar. 3. ÝMIS SÉRÁKVÆÐI í ÍSLENZKUM LÖGUM UM SKAÐABÓTAÁBYRGÐ RÍKISINS 3.1 Inngangur Lengi hafa verið í lögum sérákvæði um skaðabótaábyrgð ríkisins. Á það bæði við um þann tíma þegar almenna reglan var sú, að ríkið bæri ekki skaða- bótaábyrgð á tjóni borgaranna eða lögaðilja, sem valdið var af starfsmönnum þess í stjómsýslu, og ekki síður eftir að almenna reglan varð sú, að rfldð bæri skaðabótaábyrgð á slíku tjóni. Hér er talið, að réttarstaðan að þessu leyti hafi breytzt fyrir tilstilli dómaframkvæmdar fyrir miðja þessa öld, líklega um og upp úr 1940. Slík sérlagaákvæði fólu því í sér aukna ábyrgð ríkisins á meðan meginreglan var sú, að rflcið bæri ekki skaðabótaábyrgð á tjóni, sem starfsmenn þess ollu, en ýmist rýmkun eða takmörkun á ábyrgð þess eftir að meginreglan breyttist. Er rétt að geta nokkurra þessara ákvæða hér, en síðar verður fjallað sérstak- lega um 49. gr. þinglýsingalaga. 3.2 Dæmi um sérákvæði í lögum um bótaábyrgð ríkisins í lögum 28/1893 voru ákvæði um rétt til skaðabóta vegna gæzluvarðhalds að ósekju o.fl. Réttur til skaðabóta samkvæmt lögunum byggðist á hlutlægum bótagrundvelli, þannig að ekki þurfti að sýna fram á sök þeirra starfsmanna ríkisins, sem í hlut áttu. Um þetta gilda nú reglur XXI. kafla laga 19/1991 um 17 Ólafur Jóhanncssun: Stjómarfarsréttur. 2. útg. endurskoðuð, bls. 187-213. 18 Jón P. Emils: „Verður fébótaábyrgð hins opinbera skipað með samræmdri löggjöf á Norður- löndum?“. tílfljótur. 4. tbl. 1962, bls. 159-182, sjá hér bls. 179. 19 Arnljótur Björnsson: „Er bótaábyrgð hins opinbera vegna gáleysis starfsmanna þrengri en vinnuveitendaábyrgð almennt?". Afmælisrit Gauks Jömndssonar, bls. 46. 165
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.