Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Síða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Síða 15
36.-38. gr. laganna. Lögin heimila einnig þeim, sem rekur slíka starfsemi, að takmarka fjárhæð bóta, sem honum kann að vera gert að greiða. Hins vegar sýnist ekki vera gerð krafa um sök til þess að bótaábyrgð komi til vegna tjóns, er verður, ef tilteknar tegundir sendinga misfarast. Er ábyrgðin að því leyti rýmri en leiðir af almennum reglum. 3.3 Ályktanir Það er erfitt að draga einhverjar ályktanir af þeim dreifðu lagaákvæðum, sem mæla fyrir um bótaábyrgð ríkisins í einstökum tilvikum. Ljóst er, að í sumum tilvikum er tilgangurinn sá að takmarka ábyrgð ríkisins, sbr. ákvæðin í vegalögum, lögum um fjarskipti og lögum um póstþjónustu. I öðrum tilvikum er tilgangurinn sá að undirstrika skaðabótaábyrgð ríkisins, stundum er gengið lengra og kveðið á um bótaábyrgð án sakar. Gildi slíkra ákvæða var vitaskuld meira, þegar gildandi réttur var á þann veg, að ríkið bæri almennt ekki skaða- bótaábyrgð á tjóni, sem starfsmenn þess ollu. Eftir að meginreglan varð á annan veg, er tilgangur sérlagaákvæða um skaðabótaábyrgð ríkisins óljósari, nema í þeim tilvikum, þegar mælt er fyrir um hlutlægan ábyrgðargrundvöll, eða þegar ljóslega er verið að takmarka ábyrgð ríkisins. Þegar vafi rís um tilgang sérlaga- ákvæða um skaðabótaábyrgð ríkisins, verður að meta hann í ljósi forsögu þeirra. Slíkt hefur þýðingu þar sem tilgangur þessara reglna getur haft áhrif á lögskýringu á þeim, þ.e. einkum við val á lögskýringarleið.20 4. FORSAGA SÉRÁKVÆÐIS í ÞINGLÝSINGALÖGUM UM BÓTAÁBYRGÐ RÍKISINS 4.1 Inngangur I upphafi greinargerðar um forsögu 49. gr. þinglýsingalaga er rétt að minna sérstaklega á tvö atriði. Annars vegar þá staðreynd, að fram undir 1940 var það gildandi réttur á íslandi, að ríkið bæri ekki skaðabótaábyrgð á tjóni borgaranna eða lögaðilja, sem valdið var af starfsmönnum þess, jafnvel þótt það hefði verið gert með saknæmum hætti. Tjónþoli varð að láta sér lynda að sækja viðkomandi embættismann (starfsmann) um bætur. Þetta átti vissulega einnig við um tjón vegna mistaka við þinglýsingar.21 Hins vegar er rétt að benda á áður tilvitnuð ummæli Gizurar Bergsteinssonar frá 1940 um að þörf væri á því að setja lög um ábyrgð ríkisins á mistökum við þinglestur.22 Þessi ummæli verða, í ljósi þeirrar réttaróvissu sem þá rrkti um skaðabótaábyrgð ríkisins, og kemur glögglega fram í skrifum höfundar, vart skilin á annan veg en þann, að hann telji þörf á því að 20 Um gildi tilgangs lagaákvæðis og þýðingu forsögu þess við lögskýringar má t.d. benda á; Armann Snævarr: Almenn lögfræði, bls. 337-338 og bls. 404-424 og Davíð Þór Björgvinsson: Lögskýringar, bls. 70-73. 21 Sbr. ummæli Einars Amórssonar í greinargerð Frede Castberg í Förhandlingarna S det femtonde nordiska juristmötet. Bilaga II, bls. 28. 22 Gizur Bergsteinsson: Afmælisrit helgað Einari Arnórssyni, bls. 102. 167
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.