Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Síða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Síða 18
bótakrefjandi ber að þessu leyti ábyrgð á.31 Hér er ósamræmi milli skýringa í greinargerð og texta 49. gr. í frumvarpinu. Osamræmið felst í því tvennu, að í greinargerð kemur fram skilyrði um saknæma háttsemi á meðan textinn gerir einungis ráð fyrir því að um (hlutlæg) mistök sé að ræða og í því, að svið eigin sakar er rýmkað meira en leiðir af sjálfum textanum. Ekki er þó alveg víst, að þetta atriði þurfi að leiða til takmörkunar á ábyrgð ríkisins samkvæmt ákvæð- inu, a.m.k. ekki ef einungis er vísað til þess sem í skaðabótarétti er nefnt nei- kvæð samsömun (passiv identifikation). Umfjöllun í greinargerð gefur þó undir fótinn með, að svið eigin sakar sé rýmra hér en leiðir af reglum skaðabótaréttar almennt.32 Að þessu verður nánar vikið síðar. Hvað sem líður framangreindum skýringum í greinargerð og þeim takmörkunum á ábyrgð ríkisins sem fram koma í 50. gr. frumvarpsins og lúta að bótafjárhæð og málshöfðunarfresti má fullyrða, m.a. með vísan til annars sem fram kemur í greinargerðinni, að ákvæðinu hafi verið ætlað að taka af skarið um ábyrgð ríkissjóðs vegna þing- lýsingarmistaka. Ber þannig frekar að líta svo á, að með því hafi almennt verið ætlunin að tryggja réttarstöðu tjónþola að þessu leyti, miðað við það sem almennar reglur hefðu ella leitt til, en ekki takmarka rétt þeirra til bóta. Er á því byggt hér, að ekki sé unnt að skýra 49. gr. frumvarpsins svo, að saknæm háttsemi þinglýsingarstjóra eða annarra sem starfa við þinglýsingar, sé skilyrði bótaábyrgðar.33 Frumvarpið frá 1959 varð ekki að lögum og ný lög um þinglýsingar voru ekki sett fyrr en á árinu 1978, þ.e. lög 39/1978, sem enn eru í gildi. 5. REGLA 49. GR. ÞINGLÝSINGALAGA. Frumvarp það, sem síðar varð að lögum 39/1978, byggði í flestum megin- atriðum á frumvarpinu frá 1959, sem þrívegis hafði verið lagt fram á Alþingi án þess að hljóta afgreiðslu.34 í almennum skýringum í frumvarpinu kemur ekki annað fram efnislega um bótaákvæðið í 49. gr. þess en í fyrra frumvarpi og enn er tekið fram, að um nýmæli í þinglýsingalöggjöf sé að ræða, en þó megi vera að ríkið verði sótt til bóta í slíkum tilvikum á grundvelli almennra reglna um fébótaábyrgð ríkisins. Hið sama má segja um skýringar við ákvæðið sjálft.35 Er því ekki tilefni til þess að endurtaka fyrri skýringar við 49. gr. frumvarpsins frá 1959. Þess skal einungis getið, að í frumvarpinu frá 1978 var bætt við einum staflið, sbr. síðar, og takmarkanir þær, sem var að finna í 50. gr. fyrra frumvarps og lutu að hámarki bótafjárhæða og málshöfðunarfresti, voru ekki í frumvarp- inu frá 1978. 31 Alþingistíðindi 1959, A-deild, bls. 792. 32 Um neikvæða samsömun má m.a. vísa til; A. Vinding Kruse: Erstatningsretten, bls. 329-330 og Bo von Eyben, j0rgen Norgaard og Hans Henrik Vagner: Lærebog i erstatningsret, bls. 308. 33 Sama niðurstaða að því er varðar 49. gr. þinglýsingalaga (39/1978) kemur fram hjá Þorgeiri Örlygssyni: Þinglýsingar - Mistök í þinglýsingum - Réttarreglur, bls. 186-187. 34 Alþingistíðindi 1977-78, A-deild, bls. 1382. 35 Alþingistíðindi 1977-78, A-deild, bls. 1415-1416. 170
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.