Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Page 20

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Page 20
greiða kröfumar samkvæmt skuldabréfum þeim, er G hafði keypt. Reyndi hann að heimta eftirstöðvarnar hjá I, útgefanda bréfanna, en sá var gjaldþrota, og fékk G ekki fullnustu af eignum þrotabús hans. Höfðaði hann mál á hendur ríkinu og krafðist skaðabóta á grundvelli 49. gr. þinglýsingalaga. I dómi Hæstaréttar segir, að í kvöðum þeim, sem á íbúðunum hvíldu, hafi falizt svo veigamiklar takmarkanir á eignarrétti, að rík ástæða hafi verið til þess, að þeirra væri skilmerkilega getið í texta skuldabréf- anna, er þau voru gefin út. Þar sem svo hafi ekki verið gert, hafi þinglýsingardómara borið að bæta úr því með athugasemd. Þar sem þetta fórst fyrir, hafi borið að meta það svo, að mistök hafi orðið við þinglýsingu bréfanna að þessu leyti. Tekið er fram í dóminum, að skilyrði til þess að bætur verði dæmdar samkvæmt 49. gr. þinglýs- ingalaga, sé að tjón teljist sennileg afleiðing mistakanna og ekki sök bótakrefjanda. Jafnfram var sérstaklega vísað til a liðar 49. gr„ sem hér reyndi á, m.a. um, að skil- yrði væri að tjónþoli væri grandlaus. í dómi Hæstaréttar segir jafnframt, að ákvæðið um að kröfuhafa væri kunnar þinglýstar kvaðir, sem á eigninni hvfldu, væri ófull- nægjandi og hafi gefið honum tilefni til að afla sér upplýsinga um hverjar þessar kvaðir væru. Er tekið fram í forsendum dóms Hæstaréttar, að G væri viðskipta- fræðingur og þótt óvíst væri, hvort hann hefði lokið því námi, er hann keypti skuldabréfin, yrði að ætla að hann hefði þá búið yfir nægri þekkingu um verðbréfa- viðskipti til þess að gera sér grein fyrir nauðsyn varúðar. Mátti því gera til hans ríkar kröfur. Taldi dómurinn vegna þessa, að við G hefði mátt sakast um, að hann hefði orðið fyrir tjóni og kröfum hans um skaðbætur var hafnað. Tveir dómenda skiluðu sératkvæði, þar sem fram kom, að skipta ætti sök í málinu og láta G bera þriðjung tjóns síns. Hér eru mistök sönnuð og því skilyrði a liðar 49. gr. fullnægt. Hins vegar veldur eigin sök tjónþola því, að réttur hans til skaðabóta fellur með öllu niður. H 1994 2605 M hafði átt viðskipti við byggingavöruverzlunina H og stofnað þar til skuldar. Hann gaf út skuldabréf tryggt með veði í fasteign, sem hann átti. Skuldabréfið var samið þann 26. júlí 1988 af lögfræðingi, sem starfaði hjá H, og studdist hann við sex vikna gamalt veðbókarvottorð. Veðskuldabréfinu var þinglýst án athugasemda. Skuldin samkvæmt skuldabréfinu var ekki greidd og lenti M í alvarlegum vanskilum, svo hin veðsetta fasteign var seld nauðungarsölu til tryggingar áhvflandi veðskuldum. Við nauðungarsöluna kom í ljós, að á undan skuldabréfi H hvfldi skuld við tiltekið verð- bréfafyrirtæki samkvæmt skuldabréfi útgefnu 29. júní 1988 og þinglýstu 1. júlí s.á. Fékk H ekkert upp í kröfur sínar af söluandvirði hinnar veðsettu eignar og ekki gat hann fengið fullnustu hjá M, sem var gjaldþrota og eignalaus. Höfðaði H mál á hendur ríkinu og krafðist skaðabóta á grundvelli 49. gr. í dómi Hæstaréttar segir m.a., að samning veðskuldabréfs á grundvelli svo ótraustrar heimildar sem sex vikna gamalt veðbókarvottorð var, væri mistök og „frumorsök“ að því tjóni, sem H teldi sig hafa orðið fyrir. Að svo vöxnu máli brysti skilyrði fyrir því, að hann gæti átt rétt til fébóta á grundvelli 49. gr. þinglýsingalaga. Ekki sýnist hafa verið um það deilt í málinu, að þinglýsingarstjóra haft samkvæmt 4. mgr. 7. gr. þinglýsingalaga borið að skrá athugasemd á skulda- bréfið um veðskuldir þær, sem hvfldu á eigninni, en ekki voru tilgreindar á því. 172
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.