Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Síða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Síða 23
fasteignasölu á þeim tíma er það keypti bréfin. Yrði að virða það félaginu til gáleysis að það aflaði ekki frekari gagna um verðmæti eignarinnar, sem hefðu án efa leitt í ljós, að veðtrygging skuldabréfanna var mun lakari en gert var ráð fyrir“. Þá var í forsendunum vísað til þess, að þann 6. janúar 1988 hafi verið auglýst í Lögbirtingarblaði uppboð á hinni veðsettu eign að kröfu Iðnlánasjóðs fyrir kröfu að fjárhæð kr. 1.717.872. Samkvæmt því, sem fram hafi komið í málinu, hafi auglýsing þessi m.a. náð til þeirrar veðskuldar á 1. veðrétti, sem ekki var getið um í hinum keyptu skuldabréfum. „Stefndi hefur ekki sýnt fram á, að hann hafi aflað sér gagna um þær kröfur, sem stóðu að baki uppboðsbeiðninni. Var það veruleg vanræksla af hans hálfu að afla ekki af þessu tilefni rækilegra upplýsinga um þessar kröfur“. Þá er tekið fram, að þann 22. desember 1987 hafi K afhent til aflýsingar skuldabréf með veði í eigninni, þar sem veðskuldarinnar við Iðnlánasjóð hafi verið getið. Þegar litið væri til þessara atriða yrði að telja, að verulega hafi skort á aðgæzlu af hálfu K við kaup á veðskuldabréfunum. Bæri og að hafa í huga sérþekkingu þess á sviði við- skipta með verðbréf. Auk þess bæri að líta til þess, að K hefði tekið við bréfunum úr hendi G, sem sjálfur hafði útbúíð þau og var ekki grandlaus um tilvist veðskuld- arinnar við Iðnlánasjóð. Að öllu þessu athuguðu var ekki talið, að skilyrði væru til að fallast á bótakröfur K. í sératkvæði eins dómara var komizt að þeirri niðurstöðu, að þar sem G hafi ekki verið grandlaus, hafi K, sem var verðbréfafyrirtæki og hafi átt að afla sjálft gagna hjá þinglýsingarstjóra, ekki geta öðlast meiri rétt en hann. Einnig hér er enginn vafi um, að mistök hafa átt sér stað hjá þinglýsingar- stjóra. Atriði, sem metin eru K (og að hluta G) til eigin sakar leiða hins vegar til algers brottfalls bótaréttar. H 1997 2779 H átti bát og hafði sett hann að veði til tryggingar tveimur skuldum, annarri til handhafa að fjárhæð kr. 500.000, en hinni til verðbréfafyrirtækis upphaflega að fjárhæð kr. 7.000.000. Við flutning bátsins milli umdæma frá júlí 1990 og fram til marzmánaðar 1991 urðu þau mistök hjá sýslumanninum í Keflavík, að síðarnefnda veðskuldin var ekki færð inn á veðbandaspjald bátsins í hinu nýja umdæmi, Kefla- vík. Mistök þessi vom ekki leiðrétt fyrr en í desember 1994. Skuldin kom því ekki fram á veðbókarvottorði, sem út var gefið í maí 1993, en á grundvelli þess útbjó H skuldabréf þann dag, tryggt með 2. veðrétti í bátnum næst á eftir handhafaskulda- bréfinu og seldi L. Við kaupin lágu einnig frammi virðingar- og skoðunarvottorð fyrir bátinn, sem bára með sér, að matsverð hans væri um 14.500.000. Skuldabréfinu var þinglýst athugasemdalaust. I júlí 1993 keypti L annað skuldabréf tryggt með veði í bátnum og lá þá frammi sama veðbókarvottorð og áður greinir. Skuldimar komust í vanskil og var báturinn seldur nauðungarsölu. Við þá sölu kom fram skuldabréf verðbréfafyrirtækisins og kom ekkert upp í kröfu L. Bú H var tekið til gjaldþrota- skipta og síðar bú formanns stjómar þess, en hann var einnig skuldari að síðara bréfinu, sem L keypti. L fékk engar greiðslur úr þrotabúunum. L höfðaði mál á hendur nkissjóði til heimtu skaðabóta og byggði á því, að tjón sitt ætti rætur að rekja til mistaka þinglýsingarstjóra, sem áður er getið. I dómi Hæstaréttar segir, að úr málinu yrði leyst á grundvelli 49. gr. þinglýsingalaga. Er í forsendum dómsins lýst mistökum þeim, er urðu við flutning bátsins. Síðar segir, að fyrirsvarsmenn H hafi nýtt sér þau mistök. „Hefði svo ekki verið gert, hefðu mistökin ekki komið að sök í 175
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.