Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 25
greiddi kr. 2.350.000 til seljanda, H, eftir að þinglýsingarmistökin áttu sér stað. Hún
þurfti síðar að taka á sig hlutdeild í þeirri veðskuld, sem Búnaðarbankinn átti. Hún
krafðizt skaðabóta úr hendi ríkisins á grundvelli 49. gr. þinglýsingalaga. Var fallizt á
kröfu hennar að síðastgreindri fjárhæð, en annað tjón sem hún varð fyrir var ekki
talin sennileg afleiðing af þinglýsingarmistökum, heldur af vanefndum H, sem síðar
varð gjaldþrota.
í fimm dómum, þ.e. H 1998 1238,1252,1257,1262 og 1267, var ríkið hins
vegna sýknað af kröfum fasteignareigenda við Aðaltún, sem töldu sig hafa
orðið fyrir tjóni vegna þinglýsingarmistaka með þeim röksemdum, að þegar
þinglýsingarmistökin urðu, hafi fasteignareigendurnir greitt allt kaupverðið
samkvæmt kaupsamningum við H um eignirnar. Taldi Hæstiréttur að tjón þeirra
væri því ekki sennileg afleiðing þinglýsingarmistakanna.
Enn eitt mál, sem eigendur fasteignar við Aðaltún í Mosfellbæ höfðuðu á
hendur íslenzka ríkinu til heimtu skaðabóta vegna þinglýsingarmistaka, var
dæmt þann 28. júní 1999, þ.e. málið nr. 33/1999. Verður vikið að því síðar.
7. GAGNRÝNI Á BEITINGU 49. GR. í DÓMAFRAMKVÆMD
7.1 Inngangur
Áður er þess getið, að forsaga 49. gr. og tilgangur ákvæðisins eigi að leiða til
þess að líta beri fremur á regluna sem dæmi um víðtækari ábyrgð ríkissjóðs en
leiða myndi af almennum reglum, enda á ákvæðið rætur sínar í tíma, þar sem
ríkið bar almennt ekki ábyrgð á tjóni, sem varð vegna mistaka starfsmanna þess.
Kemur glögglega fram í skýringum í greinargerð með frumvarpi til þinglýs-
ingalaga, sem lagt var fram 1959, að bótaábyrgð ríkisins vegna þinglýsingar-
mistaka sé til þess fallin að veita starfsmönnum við þinglýsingar aukið aðhald
og auki traust manna á þinglýsingarstarfsemi. Segir, að slíkt traust sé hvarvetna
talin óhjákvæmileg forsenda fyrir því, að þinglýsingar geti gegnt því megin-
hlutverki sínu að stuðla að öruggum viðskiptum og skapa grundvöll undir
eðlilega lánastarfsemi í þjóðfélaginu.38
Einnig ber að hafa í huga, að samkvæmt orðum sínum í a-e liðum 49. gr.
tekur ábyrgð ríkissjóðs vegna mistaka þinglýsingarstjóra einungis til tjóns, sem
leiðir af þar til greindum atvikum. Það verður að telja almennt viðhorf nú, að
annað tjón, sem kann að verða vegna mistaka þinglýsingarstjóra, leiði einnig til
skaðabótaábyrgðar ríkissjóðs, og að sú ábyrgð byggist á almennum reglum
skaðabótaréttar um bótaábyrgð ríkisins.39 Engin rök eru til að líta svo á, að ríkið
beri ekki skaðabótaábyrgð í ólögfestum tilvikum, þegar tjón verður vegna
þinglýsingarmistaka. Þetta leiðir almennt til þess, að eðlilegt er að skýra bóta-
38 Alþingistíðindi 1959, A-deild, bls. 791.
39 Sjá t.d. Þorgeir Örlygsson: Þinglýsingar - Mistök í þinglýsingum - Réttarreglur, bls. 191, sem
tekur þó svo til orða, að kæmi til slíkrar bótaskyidu ríkisins, hlyti hún að byggjast á almennum
reglum.
177