Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 25

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 25
greiddi kr. 2.350.000 til seljanda, H, eftir að þinglýsingarmistökin áttu sér stað. Hún þurfti síðar að taka á sig hlutdeild í þeirri veðskuld, sem Búnaðarbankinn átti. Hún krafðizt skaðabóta úr hendi ríkisins á grundvelli 49. gr. þinglýsingalaga. Var fallizt á kröfu hennar að síðastgreindri fjárhæð, en annað tjón sem hún varð fyrir var ekki talin sennileg afleiðing af þinglýsingarmistökum, heldur af vanefndum H, sem síðar varð gjaldþrota. í fimm dómum, þ.e. H 1998 1238,1252,1257,1262 og 1267, var ríkið hins vegna sýknað af kröfum fasteignareigenda við Aðaltún, sem töldu sig hafa orðið fyrir tjóni vegna þinglýsingarmistaka með þeim röksemdum, að þegar þinglýsingarmistökin urðu, hafi fasteignareigendurnir greitt allt kaupverðið samkvæmt kaupsamningum við H um eignirnar. Taldi Hæstiréttur að tjón þeirra væri því ekki sennileg afleiðing þinglýsingarmistakanna. Enn eitt mál, sem eigendur fasteignar við Aðaltún í Mosfellbæ höfðuðu á hendur íslenzka ríkinu til heimtu skaðabóta vegna þinglýsingarmistaka, var dæmt þann 28. júní 1999, þ.e. málið nr. 33/1999. Verður vikið að því síðar. 7. GAGNRÝNI Á BEITINGU 49. GR. í DÓMAFRAMKVÆMD 7.1 Inngangur Áður er þess getið, að forsaga 49. gr. og tilgangur ákvæðisins eigi að leiða til þess að líta beri fremur á regluna sem dæmi um víðtækari ábyrgð ríkissjóðs en leiða myndi af almennum reglum, enda á ákvæðið rætur sínar í tíma, þar sem ríkið bar almennt ekki ábyrgð á tjóni, sem varð vegna mistaka starfsmanna þess. Kemur glögglega fram í skýringum í greinargerð með frumvarpi til þinglýs- ingalaga, sem lagt var fram 1959, að bótaábyrgð ríkisins vegna þinglýsingar- mistaka sé til þess fallin að veita starfsmönnum við þinglýsingar aukið aðhald og auki traust manna á þinglýsingarstarfsemi. Segir, að slíkt traust sé hvarvetna talin óhjákvæmileg forsenda fyrir því, að þinglýsingar geti gegnt því megin- hlutverki sínu að stuðla að öruggum viðskiptum og skapa grundvöll undir eðlilega lánastarfsemi í þjóðfélaginu.38 Einnig ber að hafa í huga, að samkvæmt orðum sínum í a-e liðum 49. gr. tekur ábyrgð ríkissjóðs vegna mistaka þinglýsingarstjóra einungis til tjóns, sem leiðir af þar til greindum atvikum. Það verður að telja almennt viðhorf nú, að annað tjón, sem kann að verða vegna mistaka þinglýsingarstjóra, leiði einnig til skaðabótaábyrgðar ríkissjóðs, og að sú ábyrgð byggist á almennum reglum skaðabótaréttar um bótaábyrgð ríkisins.39 Engin rök eru til að líta svo á, að ríkið beri ekki skaðabótaábyrgð í ólögfestum tilvikum, þegar tjón verður vegna þinglýsingarmistaka. Þetta leiðir almennt til þess, að eðlilegt er að skýra bóta- 38 Alþingistíðindi 1959, A-deild, bls. 791. 39 Sjá t.d. Þorgeir Örlygsson: Þinglýsingar - Mistök í þinglýsingum - Réttarreglur, bls. 191, sem tekur þó svo til orða, að kæmi til slíkrar bótaskyidu ríkisins, hlyti hún að byggjast á almennum reglum. 177
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.