Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Side 26

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Side 26
ábyrgð ríkisins samkvæmt 49. gr. þinglýsingalaga til samræmis við almennar reglur. 7.2 Sönnun um tjón í upphafi 49. gr. kemur fram, að skilyrði þess að bótaákvæðið eigi við, sé, að maður hafi hlotið tjón. Þetta er almennt skilyrði skaðabóta og ber að túlka það til samræmis við almennar reglur. Tjónþoli verður sem sagt að sanna, að hann hafi orðið fyrir tjóni vegna þinglýsingarmistaka eða þeirna tilvika sem greind eru í d og e liðum, þ.e. að orsakasamhengi sé þar á milli. Eins og fram hefur komið hafa gengið nokkrir dómar þar sem skaðabótum hefur verið hafnað vegna þess, að ekki hefur verið sýnt fram á slíkt orsakasamhengi, sbr. H 1995 2886, H 1998 1238,1252,1257,1262 og 1267. Telja verður, a.m.k. í dómunum frá 1998, sé skilyrðið um sönnun um orsakasamhengi milli mistaka og tjóns í öllum tilvikum túlkað í samræmi við almennar reglur í hinum tilgreindu dóm- um. 7.3 Skilyrðið um sennilega afleiðingu í 49. gr. er einnig tekið fram, að tjón verði að teljast sennileg afleiðing af mistökum þinglýsingarstjóra, eða atvikum sem greinir í d og e liðum. í skýring- um í greinargerð kemur fram, að þessi regla sé í samræmi við almennar reglur.40 I því felst, að hættueiginleikar háttsemi verða að hafa átt þátt í því að tjón varð. Háttsemin verður sem sagt að hafa aukið líkur á tjóni, ekki endilega tilteknu tjóni, heldur því að tjón gat orðið.41 Það er hefðbundin viðmiðun að segja, að sá er veldur tjóni verður að hafa séð fyrir, að háttsemi hans hafi aukið líkurnar á tjóni, m.ö.o. að hafa séð fyrir, að tjónið var möguleg afleiðing af háttsemi hans.42 Það má fullyrða, að mistök við þinglýsingar eða tilvik, sem falla undir d og e liði 49. gr. auka líkur á því að sá sem treystir þinglýstum heimildum verði fyrir tjóni. Það eru hinar líklegustu og venjulegustu afleiðingar þeirrar háttsemi eða atvika, sem mælt er fyrir um í 49. gr., að leiði til bótaábyrgðar ríkissjóðs. í þeim dómum, sem reifaðir eru að framan, hefur tjón í öllum tilvikum orðið við það, að tjónþoli hefur treyst réttmæti þinglýsingarvottorða og/eða veðbókar- vottorða. í þremur dómum, þ.e. H 1997 2779, H 1998 128 og H 1998 1227, sýknar Hæstiréttur (aðeins að hluta í síðast nefnda dómnum) á þeim grundvelli, að tjón hafi ekki verið sennileg afleiðing mistaka við þinglýsingar. Atvik að þessu leyti voru sambærileg í tveimur fyrrnefndu dómunum, þ.e. þriðji maður hagnýtir sér mistök þinglýsingarstjóra í viðskiptum við tjónþola. Hæstiréttur byggir á því, að þetta eigi að leiða til þess að reglur unt sennilega afleiðingu útiloki bótakröfu 40 Alþingistíðindi 1959, A-deild, bls. 792 og Alþingistíðindi 1977-78, A-deild, bls. 1416. 41 Sjá um þetta t.d. Arnljótur Björnsson: Endumýjað efni úr Skaðabótarétti, Kennslubók fyrir byrjendur, bls. 39-40. 42 A. Vinding Kruse: Erstatningsretten, bls. 153. 178
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.