Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Side 28

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Side 28
H 1996 980 K glataði rétti til skaðabóta vegna tjóns, er leiddi af þinglýsingarmistökum með því að kanna ekki sjálfstætt, betur en opinber vottorð gáfu tilefni til, verðmæti fasteignar, kanna ekki eldri uppboðsauglýsingu, vita ekki um eldra skjal, er bar með sér tilvist veðskuldar, sem ekki kom fram á fimm skuldabréfum, sem öllum var þinglýst án athugasemda um hana. I öllum ofangreindum tilvikum lá fyrir að urn mistök var að ræða hjá þinglýs- ingarstjóra, þannig að skilyrðum til skaðabóta var í sjálfu sér fullnægt. Spurn- ingin er, hvort þær kröfur, sem gerðar eru til aðgæzlu af hálfu tjónþola, séu eðlilegar. Inntakið í kröfum um aðgæzluskyldu tjónþola, sem fram kemur í þessum dómum er, að þeir hafi ekki átt að treysta þinglýsingarvottorðum/veð- bókarvottorðum, heldur borið að framkvæma sérstaka rannsókn á veðandlag- inu, þeim skuldum sem á því hvíldu og jafnvel öðrum skjölum eða gögnum. Jafnvel þótt gera megi ríkar kröfur til aðgæzluskyldu verðbréfafyrirtækja, banka, sparisjóða og þess háttar stofnana við kaup verðbréfa, verður ekki litið framhjá því, að eitt af yfirlýstum markmiðum bótareglunnar í 49. gr. þinglýs- ingalaga er að auka aðhald starfsfólks við þinglýsingar og byggja upp traust á þinglýstum heimildum og vottorðum um þær.44 Bótareglunum er ætlað að bæta úr þegar mistök verða eða menn hafa með öðrum hætti beðið tjón við að treysta áreiðanleika þinglýstra heimilda.45 I ljósi þess, að bótaskyld mistök lágu fyrir má telja, að í þremur af þeim fjórum dómum, sem nefndir eru að framan, (þ.e. öllum nema dóminum frá 1994) séu gerðar meiri aðgæzlukröfur til tjónþola en eðlilegt má telja. Með svo ríkum kröfum um aðgæzluskyldu af hálfu tjónþola er bótaábyrgð ríkisins þrengd til muna. Það má einnig varpa fram þeirri spurningu hvort ekki sé líka gengið of langt í dóminum frá 1994, einkum þar sem ekki verður framhjá því litið að skuldabréfinu var þinglýst án athugasemda og jtess vegna tók H við bréfinu og féllst á að breyta viðskiptaskuldinni. I forsendum sýknudóma hefur Hæstiréttur í einstökum tilvikum, t.d. H 1996 980, bent á, að tjónþoli hafi fengið skuldabréf frá aðilja, sem ekki var grandlaus og það girði fyrir rétt hans til bóta. Áður hefur verið vikið að því, að háttsemi þriðja manns, þótt saknæm kunni að vera, eigi samkvæmt almennum reglum um sennilega afleiðingu ekki að leiða til þess, að sá sem er ábyrgur fyrir því ástandi, sem leiðir til tjóns, losni undan ábyrgð. Hið sama á við í framan- greindum dómi. Þann dóm verður þó einnig að skoða í sambandi við áður- nefndar skýringar í greinargerð, að tjónþoli megi ekki leiða rétt sinn frá þeim, sem á sök á tjóni, svo og ef starfsmaður hans hefur átt sök á tjóni eða annar, sem tjónþoli ber ábyrgð á. Telja verður varhugavert að leggja meira upp úr þessum orðum greinargerðar, sem ekki styðjast við orð lagatextans sjálfs, en leiða myndi af almennum reglum um neikvæða samsömun. í því felst t.d., að vinnu- veitandi yrði að sæta takmörkun eða niðurfellingu bótaréttar, ef starfsmaður 44 Alþingistíðindi 1959, A- deild, bls. 791. 45 Sjá t.d. Þorgeir Örlygsson: Þinglýsingar - Mistök í þinglýsingum - Réttarreglur, bls. 39. 180
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.