Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Síða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Síða 29
hans hefði með bótaskyldri háttsemi átt sök á tjóni. Hið sama á við um um- bjóðanda, ef umboðsmaður hans hefur valdið tjóni með bótaskyldum hætti. Ymis önnur tilvik geta leitt til þess, að tjónþoli teljist bera ábyrgð á þeim, sem á sök á tjóni í skilningi 49. gr., en gera verður það skilyrði, að það sé eitthvert það réttarsamband með þeim, að það réttlæti takmörkun eða niðurfellingu bóta. Ekki eru rök til að ganga lengra en almennar reglur leiða til og að framan er lýst. Telja verður, að of langt sé gengið í síðast greindum dómi, svo og í H 1997 2779 og H 1998 128, sem fjallað er um að framan. 7.5 Sakarskipting samkvæmt 49. gr. Það er athyglisvert, að í engum þeirra dóma, sem varða 49. gr. þinglýsinga- laga, er beitt sakarskiptingu og það þótt viðurkennt sé, að um bótaskyldu ríkisins sé að ræða. Eigin sök tjónþola eða manna, sem hann er talinn bera ábyrgð á, leiðir í öllum tilvikum til algers brottfalls bótaréttar. Astæðulaust er að ætla að skýra eigi 49. gr. svo, að meðábyrgð tjónþola eigi að leiða til algers missis bótaréttar. Það væri líka andstætt skýringum í greinargerð, þar sem sér- staklega er minnzt á möguleika á skiptingu sakar.46 Telja verður, að tilefni hafi a.m.k. verið til þess í sumum þeirra dóma, þar sem sýknað er af bótakröfu, að skipta sök, sbr. t.d. H 1993 644, H 1995 2480 og H 1996 980. 8. SKÝRING Á SAMBÆRILEGUM BÓTAREGLUM í DÖNSKUM OG NORSKUM RÉTTI 8.1 Inngangur Eins og fyrr hefur verið minnzt á voru íslenzku þinglýsingalögin sniðin eftir m.a. norskum og sænskum, en einkum þó dönskum þinglýsingalögum. Það á einnig við um reglu 49. gr. laganna. Það hefur því þýðingu hér að kanna lauslega, hvernig reglunni hefur verið beitt í dönskum og norskum rétti, einkum hvemig sennileg afleiðing, meðábyrgð tjónþola og þátttaka þriðja manns hefur verið meðhöndluð í dómaframkvæmd í þessum löndum. 8.2 Danskur réttur I 30. gr. dönsku þinglýsingalaganna frá 1986, sem byggja að stofni til á lögunum frá 1926, er mælt fyrir um bótaskyldu ríkisins í þeim tilvikum, sem nefnd eru í 31., 32., 34. og 35. gr. laganna. Þó ákvæði dönsku laganna séu að formi til ólík bótaákvæði 49. gr. íslenzku þinglýsingalaganna, má ætla, að þau taki a.m.k. til sömu tilvika og íslenzku lögin, einkum þegar litið er til almenna ákvæðisins í 1. mgr. 35. gr. laganna. Á fyrstu 25 árunum frá gildistöku dönsku þinglýsingalaganna voru einungis höfðuð fá mál til heimtu bóta vegna tjóns, er leiddi af þinglýsingarmistökum og í mörgum þeirra var sýknað vegna eigin 46 Alþingistíðindi 1977-78, A-deild, bls. 1416. 181
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.