Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Page 42

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Page 42
getu hans og sem hægt er að ætlast til að hann inni af hendi og er þá tekið tillit til fyrri menntunar og starfa, endurmenntunar, aldurs, búsetu og annarra því- líkra atriða“. Þetta er nokkurs konar stefnuskrá. Ekkert segir frekar í lögunum um útfærsluna, sem er eftirlátin dómstólum. Opinber nefnd, Trafikskadenámn- den, gerir tillögur um bætur í málum sem vísað er til hennar. Hún hefur mikil áhrif á stefnumótun. Það er misjafnt hvemig til tekst um framkvæmdina þar sem dómstólar ráða ferðinni, lítt heftir af lagareglum. I Svíþjóð virðist allt ganga vel og engar stærri breytingar fyrirhugaðar. I Noregi er svipað kerfi og í Svíþjóð að öðru leyti en því að bætur til barna voru staðlaðar með sérstökum lögum, eins og fyrr var nefnt. I þessum löndum eru eldri skaðabótalög en í Danmörku. 7. DÖNSKU SKAÐABÓTALÖGIN Dönsku skaðabótalögin hafa orðið örlagavaldur hér á landi og því er rétt að skoða þau nánar og hvemig þau urðu til. Skaðabótalög voru fyrst sett í Danmörku árið 1984. I áranna rás hafði í meðferð dómstóla myndast afar einföld regla þar í landi um bætur fyrir varan- legt líkamstjón: Bætur voru í beinu hlutfalli við læknisfræðilega örorku, hæst 400.000 d.kr. (árið 1983) fyrir 100% örorku. Þetta voru mjög lágar bætur fyrir hin stærstu tjón. En dómstólar sátu fastir í hlutfallsreglunni. Þeir sáu fram á að væri hámarkið hækkað yrðu bætur fyrir hin minni tjón of háar. Árið 1966 var skipuð skaðabótanefnd sem hafa skyldi samstarf við tilsvar- andi nefndir frá hinum Norðurlöndunum. Árið 1973 skilaði nefndin áliti þar sem lagt var til að sett yrðu í Danmörku skaðabótalög hliðstæð þeim sem giltu annars staðar, og dómstólum var áfram ætlað að móta reglur um bótaupphæðir. Nefndin lét í ljós þá skoðun að bætur fyrir hin stærstu tjón þyrftu að hækka verulega. Bætur fyrir tjón af stærðinni 20% til 50% þyrftu einnig að hækka nokkuð. Þegar til kom þótti ekki víst að tilætlaðar breytingar kæmust í fram- kvæmd með þessari aðferð. Fékk nefndin nýtt erindisbréf 1979 þar sem óskað var að hún athugaði hvort rétt þætti að setja ítarlegar lagareglur um upphæð bóta. Árið 1983 skilaði nefndin áliti í tvennu lagi. Meirihlutinn, 5 fulltrúar, skilaði frumvarpsdrögum sem fólu m.a. þetta í sér: Bætur skyldu ákvarðast líkt og í Svíþjóð sem mismunur væntanlegra tekna ef slys hefði ekki orðið og tekna sem ætla má að hinn slasaði muni hafa þrátt fyrir slysið, og er átt við ævitekjur. Til frádráttar skyldu koma allar bætur frá öðrum aðilum. En tjónþoli átti að geta valið aðra leið, staðalbætur á grundvelli læknisfræðilegrar örorku, stighækk- andi eftir þeirri reglu sem lesa má í 8. grein íslensku skaðabótalaganna frá 1993. Hugmyndin var sú að minni háttar tjón yrðu flest greidd eftir staðalreglunni og yrði sú afgreiðsla einföld þar sem ekki þyrfti önnur gögn en læknisfræðilegt örorkumat. Væri um að ræða mikið tekjutap eða sérstakar aðstæður, væri hægt að fara hina seinfærari leið er krefðist gagnaöflunar um tap og frádráttarliði. 194
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.