Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Síða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Síða 47
mið af grundvallarreglu íslensks réttar um tvígreiningu þjóðaréttar og lands- réttar, sbr. t.d. H 1991 1690. Til skýringar er bent á að íslenska ríkið getur orðið bótaskylt gagnvart lög- aðilum og einstaklingum ef löggjafinn setur reglu sem fullnægir ekki kröfum stjómskipunar lýðveldisins, sbr. t.d. reglu 70. gr. stjómarskrár lýðveldisins Islands nr. 33/1944 um rétt til réttlátrar málsmeðferðar fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli.3 Enn fremur getur ríkið orðið bótaskylt vegna þess að framkvæmdavaldið setur almenna reglu sem nýtur ekki lagastoðar eða gengur gegn stjómarskrá, sbr. t.d. reglu 75. gr. stjómarskrárinnar, þess efnis að atvinnu- frelsi verði ekki skert nema með lögum.4 Hér er um reglur innlends réttar að ræða sem byggja á hefðbundnum lögfræðilegum skilningi á stjómarskrá lýð- veldisins og valdheimildum löggjafar- og framkvæmdavalds. Á hinn bóginn getur ríkið orðið bótaskylt á grundvelli þjóðaréttar. Slík bótaskylda byggist á því að rikið hafi ekki staðið við skuldbindingar sem það hefur skapað sér að þjóðarétti. Skiptir í því samhengi engu máli hvaða handhafi opinbers valds er ábyrgur fyrir slíku broti. Athafnir dómstóla, framkvæmda- valdshafa og löggjafa geta allar falið í sér bótaskylt þjóðréttarbrot.5 Ein- staklingur eða lögaðili sem verður fyrir tjóni vegna bótaskylds þjóðréttarbrots ríkis getur hins vegar ekki samkvæmt þjóðarétti krafist bóta fyrir dómstólum rikisins enda gæti þjóðréttarbrotið verið afleiðing dóms sem kveðinn væri upp af dómstóli þess. Með öðmm orðum er ekki til þjóðréttarregla sem kveður á um það að dómstólar einstakra ríkja skuli dæma um bótakröfur af þessu tagi. T.d. telja breskir og bandarískir dómstólar sig ekki bæra til að dæma bætur í til- vikum sem þessum nema annað og meira komi til.6 Þá kemur ekki til greina að dómstólar í öðrum ríkjum en hinu bótaskylda fjalli um bótaskyldu vegna þjóð- réttarbrots, sbr. t.d. H 1995 2023, enda hafa dómstólar eins ríkis ekki lögsögu yfir öðrum ríkjum. í sem stystu máli er ljóst að samkvæmt viðteknum lögfræðilegum skilningi þá getur ríkið orðið bótaskylt gagnvart einstaklingi á grundvelli þjóðaréttar þótt einstaklingurinn geti ekki sótt rétt sinn á grundvelli landsréttar fyrir hérlendum dómstólum. Á sama tíma er ljóst að bótaréttur getur stofnast á grundvelli lands- réttar enda þótt engan slíkan rétt leiði af þjóðarétti eða megi sækja fyrir alþjóð- legum dómstólum. Þannig gildir sú almenna regla bæði samkvæmt þjóðarétti og innanlandsrétti að dómstólar einstakra rrkja geta því aðeins dæmt ein- staklingum eða lögaðilum bætur úr hendi viðkomandi ríkis að regla innan- landsréttar mæli fyrir um bótarétt. 3 Sjá dóm Hæstaréttar frá 18. júní 1998 í máli nr. 418/1997. 4 Sjá t.d. H 1996 2956. 5 Hér er einkum vísað til uppkasts ILC, Draft Articles on State Responsibility, 6. gr. 6 Hér er vísað til þess sem fram kemur í skriflegum athugasemdum framkvæmdastjómar EB til EFTA-dómstólsins í máli Erlu Maríu Sveinbjömsdóttur nr. E-9/97, bls. 17. 199
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.