Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Side 56

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Side 56
öflun álits EFTA-dómstólsins um skýringu EES-samningsins. Að þessu sögðu er ljóst að bótaskyldu EFTA-ríkja gagnvart einstaklingum og lögaðilum getur ekki leitt af sömu sjónarmiðum og liggja til grundvallar slíkri bótaskyldu samkvæmt rétti Evrópubandalagsins. I ljósi þessa koma forsendur EFTA-dómstólsins nokkuð á óvart. Þar er byggt á því að EES-samningurinn sé samningur sérstaks eðlis. í 59. lið er vísað til þess að samruninn sem EES-samningurinn mælir fyrir um gangi hvorki eins langt né sé eins víðfeðmur og samruninn sem stofnsáttmáli Evrópubandalagsins stefnir að. Við fyrstu sýn mætti ætla að þetta myndi þegar í stað leiða til þess að bótaskylda væri ekki fyrir hendi. Þannig var lengi vel litið svo á að bótaskylda ríkis gagnvart einstaklingum og lögaðilum væri ekki hluti af rétti Evrópu- bandalagsins. Þegar reglan var loks viðurkennd með dómi Evrópudómstólsins í Francovich-máYmu var hún fyrst og fremst byggð á samþættingu (e. integra- tion) réttar Evrópubandalagsins við landsrétt og skyldu dómstóla einstakra aðildarríkja til að beita rétti bandalagsins. Hvorugu er fyrir að fara samkvæmt EES-rétti. 3.2.2 63. liður í ráðgefandi áliti í máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur I 63. lið álits EFTA-dómstólsins segir að það leiði af 7. gr. EES-samningsins og bókun 35 við hann að EES-samningurinn feli ekki í sér framsal löggjafar- valds. Meginreglan um skaðabótaábyrgð ríkisins sé hins vegar hluti EES-samn- ingsins og sé því eðlilegt að lög sem lögfesta meginmál samningsins séu skýrð svo að meginreglan um skaðabótaábyrgð ríkisins felist einnig í þeim. Það skal tekið fram að Evrópudómstóllinn hefur ekki talið sig bæran til þess að fjalla um hvemig túlka beri lög einstakra aðildarríkja.14 Má því segja að með athugasemdum sínum í 63. lið álitsins hafi EFTA-dómstóllinn gengið skrefi lengra en Evrópudómstóllinn hefur talið sig bæran til. Evrópudómstóllinn hefur rökstutt þessa afstöðu sína með vísan til texta 177. gr. stofnsáttmála Evrópu- bandalagsins en þar er dómstólnum veitt lögsaga til að veita forúrskurði í mál- um sem varða „túlkun“ (e. interpretation) ýmissa reglna bandalagsréttarins, auk þess sem dómstóllinn hefur vísað til þess að í 177. gr. felist skýr verkaskipting (e. clear seperation of functions) milli dómstóla aðildarríkjanna og hans sjálfs.15 Hefði að óreyndu mátt ætla að sömu sjónarmið yrðu talin gilda um heimildir EFTA-dómstólsins til að gefa ráðgefandi álit enda í 34. gr. samningsins um eftirlitsstofnun og dómstól EFTA kveðið á um það að dómstóllinn veiti álit „varðandi túlkun EES-samningsins“. Hvergi er vikið að því einu orði að EFTA- dómstóllinn skuli hafa heimildir til að leggja út af lögum einstakra EFTA-ríkja. Má jafnvel halda því fram að með ýmsum ákvæðum EES-samningsins þar sem vikið er að „sjálfstæði" dómstóla aðildarríkja hafi ætlunin beinlínis verið sú að koma í veg fyrir öll afskipti EFTA-dómstólsins af túlkun innlendra laga. 14 Sjá t.d. Schweitzer og Hummer: Europarecht. 5. útg. 1996, bls. 162. 15 Sjá t.d. dóm Evrópudómstólsins, Costa v. ENEL, [1964] ECR, bls. 1141. 208
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.