Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 57
Sjálfsagt er ekki ofsagt að hér hafi EFTA-dómstóllinn gengið mjög nærri þeim
ramma sem honum er sniðinn í stofnsamningi hans.
3.2.3 Álit iögsögumanns Evrópudómstólsins í málinu C-321/97
Ástæða er til að nefna að fyrir Evrópudómstólnum er rekið mál þar sem
reynir á tilvist bótaskyldu ríkis gagnvart einstaklingi í því tilviki að EES-regla
hefur ekki réttilega verið leidd í landsrétt. Lögsögumaður Evrópudómstólsins,
Georges Cosmas, hefur skilað áliti sínu í málinu, dags. 19. janúar 1999.16 Lög-
sögumaðurinn taldi reyndar að álitaefnið heyrði ekki undir Evrópudómstólinn
þar sem EES-samningurinn teldist ekki til bandalagsréttar í skilningi 177. gr.
stofnsáttmála EB. Engu að síður kaus hann að fjalla efnislega um tilvist
bótareglu á sviði EES-réttarins. Niðurstaða hans var sú að slíkri bótareglu væri
ekki fyrir að fara.
Niðurstöðu sinni til stuðnings vísaði lögsögumaðurinn til þess að EES-
samningurinn miðaði að sköpun regluverks til að stuðla að frjálsum viðskiptum
og samkeppni. Stofnsáttmáli Evrópubandalagsins miðaði hins vegar að stofnun
innri markaðar, myndun mynt- og efnahagsbandalags og sköpun Evrópusam-
bandsins. Frjáls viðskipti og samkeppni væru einungis ein af mörgum leiðum
til að ná þessum markmiðum. Markmið Evrópubandalagsins gengu því lengra
heldur en markmið aðildamkja EES. Þá vísaði lögsögumaðurinn til þess að
Evrópudómstóllinn hefði slegið því föstu í áliti sínu nr. 1/91, um uppkast að
samningi um EES, að samningnum væri ætlað að ná markmiðum sínum á
þjóðréttarlegum grunni og skapaði þannig í aðalatriðum aðeins réttindi og
skyldur fyrir aðildarríki samningsins en fæli ekki í sér framsal fullveldis.
Gagnályktun fæli það þannig í sér að reglur um bein réttaráhrif og forgangsáhrif
bandalagsréttar væru sérstakar reglur sem giltu ekki í því réttarkerfi sem EES-
samningurinn stofnar. Af þessu leiði að bótaregla bandalagsréttarins verði ekki
talin hluti EES-réttarins hvað sem líði tilvist 6. gr. EES-samningsins. Þessu til
frekari stuðnings vísaði lögsögumaðurinn svo til 7. gr. EES-samningsins og
bókunar 35.17
Síðan segir orðrétt í áliti lögsögumannsins:
Sammanfattningsvis kan en EFTA-stats (Sveriges, i förvarande fall) övertrádelse av
en regel i EES-avtalet ádra denna stat avtalsrattligt ansvar enligt folkratten, men kan
inte ge upphov till en rátt för enskilda sem berörs av denna övertrádelse att kráva
utomobligatoriskt skadestánd av staten med stöd av de principer som Europeiska
gemenskapemas domstol har slagit fast i sin dom i förenade málen C-6/90 och C-
9/90 med avseende pá enbart gemenskapens ráttsordning.
16 Vísað er til slóðar Evrópudómstólsins á veraldarvefnum (24. febrúar 1999; http://www.
curia.eu.int/). Málið C-321/97; UIIa-Brith Anderson og Susanne Wákerás-Andersson gegn Svíþjóð.
17 Hér er einkum vísað til 47.-53. tl. álitsins.
209