Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Side 82
í athugasemdum með 3. gr. frumvarps þess er varð að lögum nr. 147/1994 og
varð 2. málsliður 7. tl. 31. gr. laga nr. 75/1981 segir meðal annars:
Lagt er til að samræmdar skorður verði lagðar við nýtingu rekstrartapa, þannig að
sams konar reglur gildi almennt og gilda samkvæmt gildandi lögurn um nýtingu
rekstrartapa við sameiningu. Þetta hefur það í för með sér að sett eru almenn skilyrði
um nýtingu eftirstöðva rekstrartapa. Þannig er sett það skilyrði að ekki hafi átt sér
stað veruleg breyting á þeim rekstri sem um er að ræða og í því sambandi nefnt í
dæmaskyni að ekki hafi verið breytt um rekstrartilgang eða ekki hafi átt sér stað
breyting á eignarhaldi að lögaðila, nema sýnt þyki að þær breytingar hafi verið
gerðar í eðlilegum og venjulegum rekstrartilgangi. Það þýðir t.d. að ef um er að ræða
rekstur sem er í járnum og nýir hluthafar koma inn í reksturinn með nýtt hlutafé geta
þeir nýtt tapið ef tilgangurinn er sá að halda áfram sams konar rekstri. Ef hins vegar
er um að ræða að nýir aðilar koma inn og breytt er um rekstur, þ.e. tilgangi er breytt,
verður eigi heimiit að nýta eftirstöðvar rekstrartapa sem mynduðust í fyrri rekstri. Að
öðru leyti vísast um nánari skýringar til almennra athugasemda.40
5.4 Ovenjuleg skipti í fjármálum
Ákvæði 58. gr. laga nr. 75/1981 er svohljóðandi:
Ef skattaðilar semja um skipti sín í fjármálum á hátt sem er verulega frábrugðinn því
sem almennt gerist í slíkum viðskiptum skulu verðmæti, sem án slíkra samninga
hefðu runnið til annars skattaðilans en gera það ekki vegna samningsins, teljast
honum til tekna.
Kaupi skattaðili eign á óeðlilega háu verði eða selji eign á óeðlilega lágu verði geta
skattyfirvöld metið hvað telja skuli eðlilegt kaup- eða söluverð. Mismun kaupverðs
eða söluverðs annars vegar og matsverðs hins vegar skal telja til skattskyldra tekna
hjá þeim aðila sem slikra viðskipta nýtur.
Samhljóða ákvæði 1. mgr. 58. gr. var að finna í 3. mgr. 18. gr. laga nr.
68/1971 urn tekjuskatt og eignarskatt. Það ákvæði var upphaflega lögtekið með
15. gr. laga nr. 30/1971, um breyting á lögum nr. 90/1965, um tekjuskatt og
eignarskatt, með síðari breytingum. I athugasemdum með 15. gr. frumvarps
þess er varð að lögum nr. 30/1971, segir svo:
Greinin felur í sér algjört nýmæli og gerir ráð fyrir, að ný málsgrein bætist við 18. gr.
laganna þess efnis, að í þeim tilvikum að skattþegnar, einstaklingar eða félög, sem
tengdir eru sifjaréttarlega eða með einhverjum hætti fjárhagslega, semja eða ákveða
skilmála um samskipti sín í fjármálum á þann hátt, sem verulega er frábmgðinn því,
sem vera mundi, ef ekki væru nein tengsl milli samningsaðila, skulu verðmæti sem
án þessa samnings eða skilmála hefðu mnnið til annars skattþegnsins, en gera það
ekki vegna samningsins eða skilmálanna, teljast honum til tekna.
Hér er gagngert verið að koma í veg fyrir undandrátt tekna frá skatti með þeim hætti,
sem nokkuð hefur trðkast. Dæmi má nefna að maður eigi að verulegu leyti eða reki
stórt fyrirtæki og telji sig hafa þar lítil laun. Hins vegar greiðir fyrirtækið í viðskipta-
40 Alþt. 1994, A-deild, bls. 1961.
234