Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Síða 83

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Síða 83
reikning allan byggingarkostnað íbúðarhúss fyrir manninn. Hann fær síðan vexti af þessari skuld við fyrirtækið að fullu viðurkenndan samkvæmt lögum til frádráttar tekjum sínum, en þarf að forminu til aldrei að hafa tekjur til að greiða neinn hluta þess húss, sem hann býr í og því kemur ekki til neinnar skattlagningar í því sam- bandi. Annað dæmi af sama tagi er fólgið í því að skipstjóri er á skipi sem ef til vill er í eigu fyrirtækis eða einstaklinga sem skipstjórinn er með einhverjum hætti tengd- ur. Skipstjórinn telur sig hafa óverulegar mánaðartekjur, en safnar skuldum sem nema hundruðum þúsunda við útgerðarfyrirtækið á hverju ári. Ákvæðið, sem hér er gerð tillaga um, veitir skattyfirvöldum víðtækar heimildir til að líta framhjá formi gerninga af þessu tagi og telja aðilum að þeim til tekna þau raun- verulegu verðmæti, sem þeir fá til ráðstöfunar með þessum sérstöku samningnum eða skilmálum. Að því er varðar viðskipti þar sem ákveðnir kaupgjaldssamningar eru til viðmiðunar um þá hagsmuni, sem um er að ræða, er eðlilegt að miða við þá. Hitt er mat skattstjóra og ríkisskattanefndar, hvemig með skuli fara ákvæði þetta að öðm leyti.41 Ákvæði 2. mgr. 58. gr. laga nr. 75/1981 er lögtekið með lögum nr. 40/1978. í athugasemdum við umrætt lagaákvæði í frumvarpi því er varð að síðarnefndu lögunum er aðeins tekið fram að ákvæðið taki til kaupa á eign við óeðlilega háu eða lágu verði. Skuli metið af skattyfirvöldum hvert sé eðlilegt kaup- eða söluverð.42 5.5 Sérstakt ákvæði tryggingagjaldslaga um málamyndasamninga í 14. gr. laga nr. 113/1990, um tryggingagjald, segir að séu skil gjaldanda í einstökum atriðum eða í heild ófullnægjandi, tortryggileg eða sýnilega gerð til málamynda skuli við álagningu, sbr. 3. mgr. 12. gr., og við endurákvörðun beita ákvæðum laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, eftir því sem við geti átt um slík tilvik. 5.6 Reglur virðisaukaskattslaga um eigin úttekt úr rekstri eða viðskipti tengdra aðila I 8. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, segir að þegar eigandi taki út úr eigin fyrirtæki vörur eða skattskylda þjónustu til eigin nota skuli skattverð miðast við almennt gangverð án virðisaukaskatts. Ennfremur kemur fram að við skipti á vörum eða þjónustu eða við afhendingu vöru án endurgjalds skuli miða skattverð við almennt gangverð í sams konar viðskiptum. Liggi slíkt almennt gangverð ekki fyrir skal miða skattverð við reiknað útsöluverð þar sem tekið er tillit til alls kostnaðar að viðbættri þeirri álagningu sem almennt er notuð á vörur eða þjónustu af sama tagi. I athugasemdum með tilvitnaðri grein frumvarps þess er varð að lögum nr. 50/1988 er tekið fram að þetta séu svipaðar reglur og giltu í söluskatti.43 41 Alþt. 1970-1971, A-deild, bls. 1309. 42 Alþt. 1977-1978, A-deild, bls. 2577. 43 Alþt. 1987-1988, A-deild, bls. 3346. 235
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.