Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Page 84

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Page 84
I 9. gr. laganna kemur fram að við viðskipti milla skyldra aðila skuli miða skattverð við almennt gangverð í sams konar viðskiptum milli ótengdra aðila. í athugasemdum með nefndri grein frumvarps þess er varð að lögum nr. 50/1988 segir að ákvæðin séu sett til þess að koma í veg fyrir að óeðlileg verðlagning, í því skyni að lækka skattgreiðslur, eigi sér stað í viðskiptum milli tengdra eða skyldra aðila. Á sama hátt og í 8. gr. skal miða við almennt gangverð við ákvörðun skattverðs. Fram kemur að aðilar séu tengdir eða skyldir í merkingu ákvæðisins ef annar hefur fjárhagslegra hagsmuna að gæta varðandi starfsemi eða eignir hins, þar á meðal ef samband þeirra er með þeim hætti að þeir yrðu taldir nákomnir í skilningi gjaldþrotalaga.44 6. NÁNAR UM SKATTASNIÐGÖNGU Eins og nefnt hefur verið geta ráðstafanir skattaðila til að komast hjá skatt- greiðslu verið með mismunandi hætti. Skattaðilar geta gert málamyndasamning, þ.e. samning sem samningsaðilar eru sammála um að eigi ekki að hafa réttaráhrif eftir efni sínu.45 Skattaðilar gera t.d. samning til „málamynda“ sín á milli um peningalán og lántakandi gjaldfærir vexti af „láninu“ í skattskilum sínum.46 Það er því ekki samræmi í formi og efni slíkra samninga. Skattlagning fer því eftir efni samn- ingsins eins og það er áskilið milli samningsaðilanna en ekki formi hans. Skylt málamyndasamningum er þegar skattaðilar kalla hluti röngum nöfnum (denominatio falsa). Dæmi um þetta eru margs konar og má nefna að einka- útgjöldum er gefið rangt heiti í því skyni að verða frádráttarbær rekstrarkostn- aður. Dulbúnar arðgreiðslur eru einnig dæmi um þetta. Það er sammerkt með málamyndasamningi og rangnefni ráðstafana að álagningargrundvöllurinn er ekki réttur, raunveruleikinn er ekki í samræmi við formið. Staðreyndir sem skattlagning verður byggð á verður ekki heimfærð undir það lagaákvæði sem skattaðili ráðgerði. í skattarétti er viðurkennt að ekki sé unnt að byggja á þessum tilbrigðum skattasniðgöngu við álagningu skatta.47 44 Alþt. 1987-1988, A-deild, bls. 3346. Akvæði 3. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti, er svohljóðandi: „Orðið nákomnir er í lögum þessum notað um þá sem eftirfarandi tengsl standa milli: 1. hjón og þá sem búa í óvígðri sambúð, 2. þá sem eru skyldir í beinan legg eða fyrsta lið til hliðar, en með skyldleika er í þessu sambandi einnig átt við tengsl sem skapast við ættleiðingu eða fóstur, 3. þá sem tengjast með hjúskap eða óvígðri sambúð með sama hætti og um ræðir í 2. tölul., 4. mann og félag eða stofnun sem hann eða maður honum nákominn á verulegan hluta í, 5. tvö félög eða stofnanir ef annað þeirra eða maður nákominn öðru þeirra á verulegan hluta í hinu, 6. menn, félög og stofnanir sem eru í sambærilegum tengslum og um ræðir í 1.-5. tölul.“. 45 Sjá skilgreiningu málamyndagernings hjá Páli Sigurðssyni: Samningaréttur. 1987, bls. 276. 46 Sjá t.d. U 1983.705 og U 1984.121 þar sem skattaðili fékk ekki að draga frá vexti af skuldabréfi frá tekjum í skattskilum sínum þótt hann hafi greitt skuldara vextina. 47 J.O. Engholm Jacobsen o.fl.: Skatteretten I. 1995, bls. 100 og Ole Björn o.fl.: Lærebog om indkomstskatt. 1994, bls. 40. 236
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.