Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 87

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 87
móður- og dótturfélags o.s.frv. Það er ekki erfitt að gera sér í hugarlund að önnur sjónarmið geti hér ráðið ferðinni en eðlileg fjárhagsleg viðmið sem óskyldir aðilar tækju mið af. Hagsmunatengdir aðilar geta að sjálfsögðu átt viðskipti sín á milli, enda sjálfstæðir skattaðilar. Skattaréttarlega koma upp þau vandamál að fjárhagslegar ráðstafanir eru gerðar í þeim eina tilgangi að lækka sameiginlega skattbyrði hinna tengdu aðila. Það er hins vegar ekki hægt að líta framhjá t.d. gemingum tengdra aðila eingöngu á þeirri forsendu að um tengda aðila sé að ræða þótt skattalegt hagræði hafi ráðið ráðstöfuninni. Meira þarf að koma til og verður fjallað um það hér. Skoða þarf hvaða aðilar teljast hagsmunatengdir. Má hér benda á 8. og 9. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, sem fjallað er um í kafla 5.6 hér að fram- an. í lögskýringargögnum má finna tilvísun til gjaldþrotalaga um hverjir teljist nákomnir þegar ákvarðað er hverjir teljist tengdir í skilningi umræddra ákvæða.52 Af lagaákvæðum sem rakin eru í kafla 5.6 má ráða að löggjafinn líti mjög til hættu á óeðlilegum fjárhagslegum ráðstöfunum milli hagsmunatengdra aðila. Til að sýna fram á áhrif hugsanlegra hagsmunatengsla við lögskýringu má vísa til úrskurðar yfirskattanefndar nr. 598/1998 þar sem vísað var til þess að engum eða óverulegum eignar- og stjómunartengslum hafi verið til að dreifa milli kæranda og V hf. þegar 4. mgr. 12. gr. laga nr. 50/1988 var skýrð. í úrskurði yfírskattanefndar nr. 550/1994 virðist byggt einmitt á þessum sjónarmiðum um hagsmunatengsl en ekki er í forsendum úrskurðarins vísað til sérstakrar lagareglu er styður niðurstöðuna. Nefnt hefur verið að hagsmunatengsl aðila geti verið almenn eða sérstök.53 Almenn eru þau hagsmunatengsl nefnd þegar um t.d. fjölskyldutengsl eða tengsl milli félaga er að ræða. Þau eru nefnd sérstök ef ekki eru önnur tengsl milli aðila en viðkomandi samningar eða ráðstafanir. Svo getur háttað til að tveir óskyldir aðilar hafi sameiginlega skattalega hagsmuni, þannig að samn- ingur milli þeirra geti lækkað sameiginlega skatta þeirra, en aðrir hagsmunir þeirra teljast léttvægir í samanburði við hina skattalegu. 52 Hér má einnig vísa til 8. gr. tollalaga nr. 55/1987 sem fjallar um tollverð innfluttra vara en að meginstefnu til er það viðskiptaverðið, þ.e. það verð sem raunverulega er greitt eða greiða ber fyrir vörumar. Það skilyrði er þó sett að kaupandi og seljandi séu óháðir hvor öðrum eða séu þeir hvor öðmm háðir þá sé viðskiptaverðið nothæft í tollalegu tilliti samkvæmt nánari reglum. Samkvæmt lögunum á því aðeins að telja aðila, persónur eða lögaðila, háða hvor öðmm að eftirtalin skilyrði séu uppfyllt: a ) Þeir séu yfirmenn eða stjórnendur fyrirtækja hvors annars. b) Þeir séu í lagalegum skilningi sameigendur fyrirtækis. c) Þeir séu vinnuveitandi og starfsmaður hans. d) Einhver aðili beint eða óbeint eigi, stjómi eða hafi umráð yfir fímm hundraðshlutum eða meira af atkvæðisrétti eða hlutabréfum hjá þeim báðum. e) Annar þeirra stjómi beint eða óbeint hinum. f) Þriðji aðili stjórni beint eða óbeint báðum. g) Báðir saman stjómi beint eða óbeint þriðja aðila. h) Þeir séu í sömu fjölskyldu. Þá er tekið fram að aðilar, persónur eða lögaðilar sem em í viðskiptasambandi hvor við annan, þannig að annar er einkaumboðsmaður, einkadreifingaraðili eða sérleyfishafi hins aðilans í hvaða mynd sem er, skulu taldir vera háðir hvor öðmm. 53 Jan Pedersen: Skatteudnyttelse. 1989, bls. 316. 239
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.