Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Síða 88

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Síða 88
Ráðstöfun getur verið óvenjuleg vegna hagsmunatengslanna og er þá heim- ilt við skattlagningu að líta framhjá þessum ráðstöfunum eða skilyrðum sem teljast óvenjuleg og skattlagning fer fram eins og þessi skilyrði hafi ekki verið til staðar. Skilyrði þess að unnt sé að telja ráðstöfun til ólögmætrar skattasnið- göngu og líta framhjá þeim við skattlagningu þegar um hagsmunatengsl er að ræða hafa verið talin:54 að skattyfirvöld sýni fram á hagsmunatengsl, að skattyfirvöld sanni eða geri líklegt að umrædd ráðstöfun eða tilfæring sé óvenjuleg í samanburði við ráðstöfun óskyldra aðila við sambærilegar aðstæður, að álitið sé að hin óvenjulega ráðstöfun sé afleiðing af hagsmunatengsl- unum. Skattyfirvöld þurfa að sýna fram á að ráðstöfun sé óvenjuleg. Það getur verið erfitt og aðeins unnt að lýsa því almennt hvaða viðmið er hægt að hafa, sbr. armslengdarregluna „the arm’s length principle".55 Hér er litið til þess viðmiðs að samningsskilmálar væru eins og þeir myndu vera milli óskyldra aðila. Rétt er að taka fram að eðli hagsmunatengslanna getur haft áhrif hér t.d. að sé mikil hætta á misnotkun aðstöðu í skattalegu tilliti þá hefur verið talið að slaka megi á sönnunarkröfum um óvenjuleika ráðstöfunar. Þetta getur líka gilt t.d. á „lokuðum mörkuðum“ þar sem ekki er unnt að staðreyna hvað eru venjuleg eða óvenjuleg viðskipti.56 Armslengdarreglan kemur t.d. fram í 8. gr. laga nr. 50/1988 þar sem segir að miða eigi skattverð við „almennt gangverð“ en liggi það ekki fyrir skuli miða við reiknað útsöluverð þar sem tekið hefur verið tillit til alls kostnaðar að viðbættri álagningu sem almennt sé notuð á vörur og þjónustu af sama tagi. Þá er í 9. gr. laganna ákvæði um að í viðskiptum milli skyldra aðila skuli miða skattverð við almennt gangverð í sams konar viðskiptum milli ótengdra aðila. Notkun þessarar reglu felur í sér að álagningargrundvöllurinn er í raun „ímyndaður“ - hvemig ráðstöfun væri ef ekki væri um skylda aðila að ræða. Aréttað skal að þegar „armslengdarreglunni“ er beitt er um að ræða skatta- réttarlega gildar ráðstafanir sem slíkar, en skilyrði eru óeðlileg, t.d. verð.57 54 J.O. Engholm Jacobsen o.fl.: Skatteretten 1. 1995, bls.102. 55 I 9. gr. samningsfyrirmyndar OECD um tvísköttunarsamninga er að finna skilgreiningu á „Arm’s lenght principle", þar sem „conditions are made or imposed between the two enterprises in their commercial or financial relation which differ from those which would be made between independent enterprises, then any profits wich would, but for those conditions, have accrued to one of the enterprises, but, by reason of those conditions, have not so accrued, may be included in the profits of that enterprise and taxed accordingly'". Sjá einnig OECD Transfer Pricing Guidelines, júlí 1995, um armslengdarregluna. 56 Jan Pedersen: Skatteudnyttelse. 1989, bls. 321 57 Sjá Jan Pedersen: Skatteudnyttelse. 1989, bls. 323. Sjá einnig úrskurð yfirskattanefndar nr. 314/1999 þar sem um gilda skattaréttarlega ráðstöfun var að ræða milli tengdra aðila en verð óvenjulegt og litið framhjá því skattahagræði sem af þvf leiddi. 240
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.