Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Síða 90

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Síða 90
í héraðsdómi sem Hæstiréttur staðfesti að þessu leyti með vísan til forsendna kemur fram að engir fjármunir hefðu verið látnir af hendi við kaup hluthafanna í Verk- smiðjunni Vífilfelli á Fargi hf. og Gamla Alafossi hf., enda var eiginfjárstaða þessara félaga neikvæð um tugi milljóna króna, heldur ábyrgðust kaupendur skuldir hinna „keyptu“ félaga við Framsóknarflokkinn og Framkvæmdasjóð íslands. Hins vegar greiddi Vífilfell hf., en ekki hluthafamir, þessar skuldir. Því var talið að kaup hluthaf- anna í Vífilfelli hf. á umræddum félögum hafi verið hreinir málamyndagemingar, gerðir í því skyni að formlega yrði uppfyllt gagngjaldsskilyrði 1. mgr. 56. gr. laga nr. 75/1981. Rétt þykir að staldra aðeins við hér. Það liggur vel við að gagnrýna þessa röksemdafærslu - vegna notkunar á orðinu málamyndagemingur,60 en slíkur gerningur hefur verið skilgreindur svo: „... að báðir þeir aðiljar, sem uppruna- lega stóðu að löggemingnum, [væru] samhuga um að leggja aðra merkingu í löggeminginn en leiða [mætti] af orðalagi hans eða formi samkvæmt almennum túlkunarreglum" .61 I þessu tiltekna máli var einmitt ætlunin að samningamir væru nákvæmlega skuldbindandi um þau atriði sem þeir kváðu á um sjálfir, það er að segja afhend- ingu hlutabréfa Framsóknarflokksins og Framkvæmdasjóðs íslands til hluthaf- anna í Vífilfelli hf. Það má því segja að það sé ekki rétt að þetta væm mála- myndagerningar í hefðbundinni merkingu heldur frekar „sýndargerningar“ eða skattalegir málamyndagemingar, þ.e. gemingar sem gerðir eru í þeim eina tilgangi að komast hjá eða lækka greiðslu skatta með því að nýta yfirfæranlegt tap Fargs hf. og Gamla Álafoss hf. og því engin viðskiptaleg eða eðlileg fjár- hagssjónarmið að baki. Ennfremur má nefna að héraðsdómur tekur fram um 56. gr. laga nr. 75/1981 að ljóst væri að tilgangur ákvæðisins hafi ekki verið sá einn að gera félögum kleift að kaupa tap annarra félaga og nýta sér það til skattaafsláttar. Síðan segir: „Ákvæðið var óbreytt í nefndri 1. mgr. 56. gr. laga nr. 75/1981 allt til upptöku nýs ákvæðis, 57. gr. A, í þau lög, sbr. 7. gr. laga nr. 97/1988, er laut að þreng- ingu heimilda til að nýta ójafnað tap, einkum með tilliti til starfsemi og tilgangs, og kom til framkvæmda 1. janúar 1989“. Einnig er vísað til síðari breytinga á 57. gr. A. Þegar sagt er í héraðsdómi að ákvæðið hafi verið óbreytt allt til upptöku nýs ákvæðis - þá er hið rétta í því sambandi að 56. gr. laga nr. 75/1981 hefur verið eins frá upphafí, þ.e. allt frá setningu ákvæðisins með 15. gr. laga nr. 30/1971. Það mætti af þessum ummælum héraðsdóms draga þá ályktun að síðari tíma skilyrði um rekstrarlegan tilgang o.fl. til nýtingar á ónotuðu rekstrartapi hins yfirtekna félags - hafi verið sjónarmið sem notað hafi verið við skýringu á 56. gr. laga nr. 75/1981. Skattstjóri hafði í úrskurði sínum byggt á sjónarmiðum um 60 Sjá Jón Steinar Gunnlaugsson: „Fer réttaröryggi borgaranna gagnvart ríkisvaldinu vaxandi?". Afmælisrit. Davíð Oddsson fimmtugur. 1998, bls. 585-586. 61 Páll Sigurðsson: Samningaréttur. 1987, bls. 276. 242
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.