Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Side 97

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Side 97
sem almennt tíðkast í slíkum viðskiptum, svo sem að því er snertir verðlagningu keyptrar þjónustu og að öðru leyti efnislegan grundvöll hennar og tilhögun viðskipta af þessu tagi á almennum markaði, þykir það út af fyrir sig ekki skjóta loku fyrir það að 1. mgr. 58. gr. laga nr. 75/1981 ..., verði beitt, svo sem orðalagi ákvæðisins er farið, sbr. og sérstaklega það, sem fram kemur í athugasemdum með 15. gr. frum- varps þess er varð að lögum nr. 30/1971. Tilgangurinn með ráðstöfunum þessum virðist hafa verið sá einn að hagnýta til frádráttar skattskyldum tekjum eftirstöðvar rekstrartaps sem stóðu eftir í bókum [B ehf.j. Þá var aðstaðan sú, þegar umrædd viðskipti fóru fram, að [B ehf.] var hætt starfsemi, er eigendur kæranda eignuðust hlutabréf í félaginu og hófu þar störf er teljast skyldu á snærum [B ehf.] með þeim umskiptum á starfsmannafjölda kæranda sem ársreikningar votta. Ætla má að ef fyrrgreindum tengslum kæranda og [B ehf.] hefði ekki verið til að dreifa og um- ræddum skattalegum hagsmunum, hefðu þessi verk verið unnin á skrifstofu kæranda. Þegar viðskipti félaganna eru skoðuð í heild þykir óyggjandi að þau voru verulega frábrugðin því sem almennt gerist. Ekki þykir skipta máli í þessu sambandi þótt afráðið hafði verið að halda viðskiptunum áfram eftir að fyrrgreint tap var þorrið. Skattstjóri hefur ekki gert athugasemdir við viðskiptin eftir það, enda kemur ekki fram af hans hálfu að með viðskiptaháttum þessum hafi í sniðgönguskyni verið farið á svig við önnur ákvæði skattalaga. Að því virtu, sem hér hefur verið rakið og með vísan til þeirra sjónarmiða sem fram koma í úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur frá 25. febrúar 1998 í málinu nr. Y-10/1997 (I. Guðmundsson ehf. gegn tollstjóranum í Reykjavík) verður að fallast á það með skattstjóra að í því tilviki sem hér um ræðir haft samist milli kæranda og [B ehf.] með þeim hætti að sniðgengin hafi verið ákvæði laga nr. 75/1981 um frádráttarbærni eftir- stöðva rekstrartapa frá fyrri árum, sbr. þau skilyrði og skorður sem yfirfærslu slíkra tapa eru settar í 56., 57. og 57. gr. A laganna, eins og ákvæði þessi hafa verið túlkuð í úrskurðar- og dómaframkvæmd þannig að telja verði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, taka til þess“. Var úrskurður skattstjóra stað- festur. Úrskurður yfirskattanefndar nr. 211/199765 I málinu var deilt um hvort samningur væri verktakasamningur eða launþega- samningur. Tók yfirskattanefnd fram að skattyfirvöld hefðu heimild til að meta hvort starfssamband skattaðila væri í raun með þeim hætti sem haldið væri fram af þeirra hálfu, þannig að rétt skattaleg meðferð tekna yrði ákvörðuð. Vísaði yfirskattanefnd í þessu sambandi til grunnreglu 1. mgr. 58. gr. laga nr. 75/1981 eins og túlka bæri ákvæðið í ljósi forsögu þess og vísaði jafnframt til H 1997 385. Úrskurður yfirskattanefndar nr. 392/1998 Málavextir voru þeir að kærandi (A hf.) hafði keypt þjónustu af B hf. og gjaldfært í skattskilum sínum kostnað vegna þessa. Skattstjóri féllst ekki á að um frádráttar- bæran rekstrarkostnað væri að ræða því engin raunveruleg viðskipti hafi átt sér stað milli A hf. og B hf. Tók skattstjóri fram að B hf. hefði átt ónotað rekstrartap áður en þessi viðskipti hófust og hafi tapið verið fullnýtt þegar viðskiptunum lauk. Jafnframt 65 Birtur í Skatta- og tollatíðindum ST 1997:44. 249
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.