Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Síða 101

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Síða 101
hálfu launagreiðanda, stóðu engin rök til þess að taka til greina kröfu kæranda um niðurfellingu tekjuviðbótar á þeim grundvelli sem fram kom í kæru. Úrskurður yfirskattanefndar nr. 468/1995 Kærandi keypti fasteign af móður sinni, sem sat í óskiptu búi, og taldi skattstjóri kaupverð óeðlilega lágt. Kaupverð var 1.100.000 en fasteignamat á kaupdegi 2.492.000 kr. Fasteignin er á Akureyri. Skattstjóri færði kæranda til tekna mismun kaupverðs og fasteignamats, að teknu tilliti til afgjaldskvaðar lóðar (sem aðeins var 12.000 kr.), og tekjufærði því hjá kæranda 1.380.000 kr., sbr. 2. mgr. 58. gr. laga nr. 75/1981. Þessi niðurstaða var staðfest af yfirskattanefnd. 7.4 Dómar og úrskurðir yfírskattanefndar þar sem byggt er á skattasniðgöngu, án sérstakrar tilvísunar til lagaákvæðis H 1949 228 (Dagverðareyri - hinn fyrri) í málinu höfðu seljendur (hlutafélagið Dagverðareyri) gert kaupendum boð um að selja síldarbræðslustöðin Dagverðareyri og var þetta tilboð samþykkt af kaupendum. í framhaldi þessa var gerður kaupsamningur 9. apríl 1941 þar sem seljendur seldu öll hlutabréf sín í Dagverðareyri hf., en seljendur skyldu halda rekstri áfram á árinu 1940 og njóta arðs og bera kostnað vegna þess. Allar skuldir er á fyrirtækinu hvfldu frá reksturstíma þeirra bar seljendum að greiða. Ennfremur voru allar vörubirgðir félags- ins, lýsi og sfldarmjöl, sem óselt var við undirskrift samningsins eign seljanda. Nýju hluthafamir skyldu taka við forráðum félagsins frá og með 10. aprfl 1941 og hafa áhættu rekstursins og arð eftir það. Tekið var fram að eignir félagsins við afhendingu bréfanna væri verksmiðjan á Dagverðareyri ásamt vélum og tækjum. Aðrar eignir félagsins, svo sem tómir pokar, kol og salt, voru eign seljanda en kaupendur áttu kost á því að kaupa þessir eignir við gangverði. Þá gengu kaupendur inn í kaup á sfldarpressu frá Ameríku og sfldarmjölspokum og skyldu endurgreiða kaupverð pressunar og annað sem þegar hafði verið greitt vegna þeirra kaupa. Skattyfirvöld héldu því fram að um raunveruleg félagsslit hafi verið að ræða í félaginu við samninginn frá 9. aprfl 1941 og því bæri seljanda að greiða skatt umfram nafnverð bréfanna, sbr. þágildandi lagaákvæði. í úrskurði fógetaréttar segir að ljóst væri af því sem rakið hefði verið um tilhögun sölunnar að hún haft farið fram „með óvenjulegum hætti og ekki eins og venjuleg hlutabréfasala. Hinir nýju eigendur fá aðeins verksmiðjuna sjálfa með því, sem henni tilheyrir, sem þó er raunar aðaleign félagsins, er atvinnurekstur þess og framleiðsla byggist á. Hins vegar halda fyrri hlutabréfaeigendur vörubirgðum öllum og annast skuldaskil félagsins vegna atvinnurekstursins fram að þeim tíma, er salan fór fram“. Þá var tekið fram að gömlu hluthafarnir gerðu sjálfir upp félag sitt á sína ábyrgð og nýju hluthafarnir byrjuðu nýjan rekstur, að vísu í sama formi, en óháðan fyrri rekstri, enda hafi rekstrarár hins nýja félags bytjað samkvæmt skattframtali þess 10. aprfl 1941 en salan hefði farið fram daginn áður. Síðan segir í héraðsdómi: „Verður því að telja, að raunveruleg félagsslit hafi átt sér stað, er fyrrgreindur sölusamningur var gerður ...“. Niðurstaðan varð því sú að lögtak var heimilað. í dómi Hæstaréttar segir meðal annars: „Forráðamenn h/f Dagverðareyrar tjáðust að vísu í samningnum frá 9. apríl 1941 selja kaupunautum sínum öll hlutabréf í nefndu hlutafélagi, en kaupunautamir fengu 253
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.