Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Page 103

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Page 103
fái staðist, eins og öllum atvikum sé háttað, að þeir JH og JÞ „selji“ Partafélaginu sf. þann 20. maí 1992, hvor um sig hlutabréf í B hf„ að nafnverði 40.513.000 kr„ og hvor um sig hlutabréf í J hf, að nafnverði 28.031.000 kr„ þann 27. október sama ár, og að nafnverði 1.168.000 kr. á árinu 1994 og geti með því hagað málum svo að þeir greiði umtalsvert lægri tekjuskatta og nokkuð lægri eignarskatta en ella. Niðurstaða skattstjóra byggðist á því að Partafélagið sf. hafi verið stofnað til mála- mynda. Félagið hafi ekki haft atvinnustarfsemi með höndum á árinu 1992 né síðar svo séð verði og geti af þeim sökum ekki verið sjálfstæður skattaðili. Tekjur og eignir Partafélagsins sf. voru því skattlagðar hjá eigendum þess, (skattprósenta sameignar- félaga er lægri en einstaklinga). Héraðsdómur staðfesti þessa niðurstöðu skattstjóra og segir: „... Partafélagið sf. uppfyllir að formi til ákvæði skattalaga til að teljast sjálfstæður skattaðili. Hins vegar ber sérstaklega að líta til aðdraganda þess að stefnandi, Parta- félagið sf„ eignaðist hlutabéf stefnenda, Jóns Helga og Jóns Þórs, söluverðs hluta- bréfanna, greiðsluskilmála, færslu viðskiptanna í bókhaldi sameignarfélagsins, með- ferðar arðgreiðslna og annarra þeirra atriða sem skattstjóri hefur fært fram til stuðnings niðurstöðu sinni. Allt hnígur þetta að því að eini tilgangur með stofnun stefnanda, Partafélagsins sf„ hafi verið sá að færa persónulegar tekjur eigenda þess inn í sameignarfélagið í því skyni að þeir greiddu lægri tekjuskatt. Þegar þessi atriði eru virt í heild sinni hafði stefnandi, Partafélagið sf„ ekki með höndum neina sjálfstæða starfsemi eða atvinnurekstur og fullnægði því ekki í raun skilyrðum 3. töluliðar 1. mgr. 2. gr. laga nr. 75/1981 til að teljast sjálfstæður skatt- aðili. Dómurinn hafnar þeirri málsástæðu stefnenda að skattstjóri hafi í raun sam- þykkt sjálfstæða skattskyldu stefnanda, Partafélagsins sf, með tilkynningu sinni um álagningu opinberra gjalda, sbr. bréf dags. 31. janúar 1995, en vegna mistaka hafði álagning gjaldársins 1993 fallið niður. Aðalkrafa stefnenda er því ekki tekin til greina". Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms og segir: „Af lögum nr. 42/1903 um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð verður örugglega ráðið, að aðeins skuli skrá í firmaskrá þá sem atvinnurekstur hafa með höndum. Eins og fram kemur í héraðsdómi uppfyllir Partafélagið sf. að formi til lögmælt skilyrði þess að teljast sjálfstæður skattaðili, sbr. 3. tl. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- skatt og eignarskatt. Skilyrði fyrir sjálfstæðri skattskyldu sameignarfélags er hins vegar, að það hafi atvinnurekstur með höndum. Því var ekki til að dreifa hjá Partafélaginu sf„ og uppfyllir félagið því ekki efnisskilyrði ákvæðisins. Með vísan til forsendna héraðsdóms er fallist á, að eini tilgangurinn með stofnun félagsins hafi verið sá að færa persónulegar tekjur eigenda þess inn í sameignarfélagið í því skyni að þeir greiddu lægri tekjuskatt. Ber því að hafna aðalkröfu áfrýjenda”.68 68 Sambærilegt mál er að finna í norskum dómi RT. 1937.443, en þar hafði félag verið skráð í Panama. Taldi dómstóllinn að félagið hafi aðeins verið til að forminu til þrátt fyrir að það uppfyllti ákvæði gildandi hlutafélagalaga. Talið var að félagsstofnunin hafi ekki verið raunveruleg, en það voru sjö norsk félög (skipafélög) sem stóðu að félagsstofnuninni. Hin norsku félög voru því álitin eigendur skipanna og talin skattskyld vegna tekna af þeim. Hæstiréttur taldi að félagið í Panama hefði enga raunverulega starfsemi þar sem norsku félögin höfðu farið með skipin í raun sem sína eign eins og um samrekstur hafi verið að ræða. Sjá hér einnig K. Torgesen: „Ligningsmyndig- hetens fravikelse av kontrakter og transaksjoner". Lov og rett. 1964, bls. 201. 255
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.