Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Síða 113
Kolbrún Linda ísleifsdóttir hdl. var ráðin í starf kennslustjóra við lagadeild í
ágústmánuði 1998 og tók hún við af Ingveldi Einarsdóttur dómarafulltrúa, sem
gegnt hafði starfinu frá 1. janúar til 31. ágúst 1998.
A árinu 1998 fengu dr. Gunnar G. Schram prófessor, Sigurður Líndal pró-
fessor og Ragnheiður Bragadóttir dósent rannsóknarmisseri, en auk þeirra var
Björn Þ. Guðmundsson í leyfí á haustmánuðum 1998 vegna dómstarfa við
Hæstarétt.
3.3 Bókasafnsmál
Bókasafn lagadeildar er á 3. hæð í Lögbergi og er það útibú frá Lands-
bókasafni Islands, Háskólabókasafni. Þar eru alls 10 þúsund rit á sviði lögfræði,
nýjar bækur, kennslubækur, sígild rit, uppsláttar- og tilvísanarit, um 60 tímarit,
Hæstaréttardómar, dómasöfn, lagasöfn, Alþingistíðindi og Stjómartíðindi auk
hjálpargagna við heimildaleit. Flest íslensk lögfræðirit eru til bæði í Lögbergi
og í Þjóðarbókhlöðunni. I Lögbergi er útlánstími bóka almennt ein vika nema
fyrir kennara og nemendur, sem eru að vinna að lokaverkefni. Tímarit og
handbækur eru hins vegar ekki lánuð út, en ljósritunarvél í eigu Orators, félags
laganema, er staðsett við bókasafnið og eru kort í hana seld hjá bókaverði.
A veturna er bókasafnið í Lögbergi opið mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00-
18:00 og á föstudögum kl. 10:00-16:00 en á sumrin er opnunartími óreglulegur.
Auður Gestsdóttir bókasafnsfræðingur hefur umsjón með bókasafninu í
Lögbergi og er hún á safninu kl. 10:00-12:30 alla virka daga.
3.4 Endurmenntunarmál
Á deildarfundi í júní 1997 var samþykkt, að lagadeild standi fyrir endur-
menntun lögfræðinga með þeim hætti að heimila þeim að stunda nám í kjör-
greinum, sem kenndar eru við lagadeild. Endurmenntun þessi fer fram í sam-
vinnu Lagastofnunar Háskóla Islands fyrir hönd lagadeildar annars vegar og
félaga starfandi lögfræðinga hins vegar, þ.e. Lögmannafélags fslands, Lögfræð-
ingafélags íslands, Dómarafélags íslands og Sýslumannafélags íslands. Hafa
nokkrir lögfræðingar lokið námi í kjörgreinum við lagadeild samkvæmt endur-
menntunarsamningi þessum.
3.5 Starfandi nefndir í og á vegum lagadeildar
Lagastofnun Háskóla íslands
Stjórn Lagastofnunar var kjörin til tveggja ára 4. mars 1999 og hana skipa
nú: Sigurður Líndal forstöðumaður, Jónatan Þórmundsson, Bjöm Þ. Guð-
mundsson, Davíð Þór Björgvinsson og Gunnar Þór Þórarinsson, f.h. laganema.
Varamaður er Viðar Már Matthíasson.
265