Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 114
Bókasafnsnefnd
í bókasafnsnefnd lagadeildar eiga sæti prófessorarnir Viðar Már Matthías-
son, sem er formaður og Páll Sigurðsson. Fulltrúi laganema er Jóhanna Bryndís
Bjarnadóttir.
Hlutverk nefndarinnar er að vinna að eflingu bókasafns deildarinnar í sam-
ráði við deildarforseta.
Námsnefnd
Námsnefnd skipa prófessoramir Jónatan Þórmundsson deildarforseti, sem
jafnframt er formaður nefndarinnar og Davíð Þór Björgvinsson. Auk þeirra sitja
laganemarnir Pétur Leifsson og Magnús P. Skúlason í nefndinni af hálfu
Orators, félags laganema. Kennslustjóri er ritari nefndarinnar og situr fundi.
Meginviðfangsefni námsnefndar hefur verið í tengslum við upptöku eininga-
kerfis í lagadeild, einkum við afgreiðslu og frágang ýmissa reglna á því sviði.
Ennfremur sér námsnefnd um afgreiðslu tiltekinna mála, s.s. beiðnir laganema
um að fá að taka hluta kjörnáms síns við aðrar háskóladeildir.
Tölvu- og tækjakaupanefnd
Stefán Már Stefánsson prófessor og kennslustjóri skipa tölvu- og tækja-
kaupanefnd og sjá um umsóknir til tækjakaupasjóðs Háskólans.
Húsnefnd
Húsnefnd skipa prófessoramir Jónatan Þórmundsson deildarforseti, sem
jafnframt er formaður nefndarinnar, Davíð Þór Björgvinsson og Viðar Már
Matthíasson. Auk þess sitja laganemamir Finnur Magnússon og Vífill Harð-
arson í nefndinni f.h. Orators.
Hlutverk húsnefndar er að vinna að viðhaldi og endurbótum á húsnæði deild-
arinnar í samráði við stjómsýslu Háskólans.
Erasmus og Nordplus
Stefán Már Stefánsson prófessor og Ásta Edda Jónsdóttir alþjóðasamskipta-
fulltrúi lagadeildar sjá um stúdentaskipti og samstarf á grandvelli Erasmus og
Nordplus laganetanna.
4. INNLEND SAMSKIPTI
4.1 Hollvinafélag lagadeildar
Stofnfundur Hollvinafélags lagadeildar fór fram 16. febrúar 1997 við hátíð-
lega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum kennurum, nemendum og fleiri
gestum.
Stjóm félagsins skipa nú neðangreindir einstaklingar: Birgir ísleifur Gunn-
arsson formaður, Lára V. Júlíusdóttir gjaldkeri, Lilja Jónasdóttir ritari, Garðar
266