Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 10
könnunin væri sambærileg gildiskönnun sem gerð var í vestrænum löndum 1981-1984. Mætti af könnunum ráða að í reynd hefðu ekki miklar breytingar orðið á viðhorfi fólks. I júlí 1998 var síðan enn gerð könnun á trausti almennings á Islandi til ákveð- inna stofnana þjóðfélagsins. Könnunin var gerð af Gallup á Islandi, sama aðila og hafði gert könnunina fyrir glanstímaritið. Aðrar stofnanir sem með voru í könn- uninni voru Alþingi, Háskóli Islands, lögreglan, þjóðkirkjan og heilbrigðiskerfið. Dómskerfið var enn sem fyrr á botninum en náði þó að hafa mikið traust tæplega 35% svarenda. Síðustu fréttir af vinsældum dómstólanna á íslandi eru síðan þær að í ágúst 1999 efndi Gallup enn á ný til könnunar á trausti almennings til framangreindra stofnana. Dómskerfið naut enn sem fyrr minnst trausts þeirra en hafði þó bætt stöðu sína svo að 43% svarenda báru nú traust til þess. Reynslan kennir mönnum að taka verður öllum skoðanakönnunum með nokkrum fyrirvara. Þótt ef til vill megi hafa eitthvert gagn af almennum við- horfskönnunum, svo sem framangreindri norrænni könnun, sýnist auðvelt að hafa áhrif á niðurstöður skoðanakannana um einstök mál og málaflokka sé nægilega sterkur einhliða áróður hafður uppi skömmu áður en þær fara fram. A þann hátt mæla þær helst hversu vel áróðurinn hefur skilað sér. Auk þess geta þær auðveldlega dregið dám af einstöku máli sem komið hefur miklu róti á hugi fólks. Rétt virðist því að gjalda varhug við því að taka verulegt mark á þeim. Að minnsta kosti er nauðsynlegt að spyrja ýmissa spuminga. Hver bað um skoðanakönnunina? I hvaða tilgangi var það gert á þessum tíma? Geta slíkar kannanir mælt traust til yfirvalda? Mæla þær ekki frekar þær vinsældir sem yfirvöldin njóta í augnablikinu? Geta yfirvöld ekki aflað sér trausts án þess að vera vinsæl? Eiga dómstólar endilega að sækjast eftir vinsældum enda þótt aug- ljóst sé að þeir verða að afla sér trausts svo þeir fái náð markmiðum sínum? Hver sem niðurstaða framangreindra hugleiðinga verður hljóta þessar nei- kvæðu niðurstöður að vekja lögfræðinga til umhugsunar um stöðu dómskerfis- ins. Dómarar hljóta að spyrja sig hvort þessar kannanir eigi að hafa einhver áhrif á þeirra störf og þá hver. Tæpast eru þess enn nokkur merki að þær hafi haft nokkur áhrif. Hitt er líka miklu eðlilegra að ítarlegar kannanir á niðurstöð- um dómsmála og upplýst umræða um dómsmál geti og eigi að hafa áhrif á störf dómstóla. Á íslandi voru árið 1992 gerðar umfangsmiklar endurbætur á dómaskipan og réttarfari og hefur afgreiðsla dómsmála orðið mun skilvirkari eftir þær breyting- ar. Þá hafa breyttar og auknar lagaheimildir á sviði stjómsýslu og mannréttinda eflt dómsvaldið. Hefði þetta allt átt að leiða til aukins trausts almennings á dómstólunum. Á móti kemur að ýmsir þrýstihópar hafa í auknum mæli látið sig varða úrlausnir dómstóla. Sérstaklega áberandi eru kröfur um auknar refsingar fyrir ýmis konar afbrot. Þessar kröfur um auknar refsingar eru hins vegar í and- stöðu við flestar rannsóknir og skoðanir sakfræðinga og annarra fræðimanna sem um efnið hafa fjallað bæði hér á landi og erlendis. Þessi umræða mun ekk- ert vera öðru vísi í íslensku þjóðfélagi en öðrum þjóðfélögum nú á tímum og 290
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.