Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 71

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 71
eignum megi einnig lögsækja vátryggjanda fyrir dómstóli þess staðar þar sem tjónsatburður varð. Þetta gildir einnig ef vátryggingarsamningur tekur bæði til fasteignar og lausafjár og hvort tveggja verður fyrir tjóni vegna sama atburðar. Sem dæmi um hið síðastnefnda má taka brunatryggingar fasteigna.133 Líkur eru á að túlka beri orðalagið staður „þar sem tjónsatburður varð“ með sama hætti og gert hefur verið í 3. tölul. 5. gr. Sóknaraðili getur því væntanlega valið milli þess að höfða mál þar sem tjónið varð eða þar sem tjóninu var valdið.134 Samkvæmt 1. mgr. 10. gr. gildir í málum vegna ábyrgðartrygginga regla sem heimilar að einnig megi lögsækja vátryggjandann fyrir dómstóli þar sem tjónþoli hefur höfðað mál gegn vátryggðum ef þau lög, sem við dómstólinn gilda, veita heimild til þess, sbr. þó V. gr. bókunar 1. Einkum kemur til beitingar þessarar reglu í málum vegna umferðaróhappa.135 Ákvæðið svarar til 2. tölul. 6. gr. að því leyti að það veitir vátryggingartaka heimild til þess að sakaukastefna vátryggjanda sínum á því varnarþingi þar sem vátryggingartaki er sjálfur sóttur til saka af tjónþola. Það fer eftir lögum þess lands þar sem dómstóll situr hvort tjónvaldur getur sakaukastefnt ábyrgðartryggjanda sínum.136 í 2. og 3. mgr. 10. gr. eru reglur sem veita tjónþola heimild til beinnar mál- sóknar á hendur ábyrgðartryggjanda tjónvalds. Samkvæmt 2. mgr. 10. gr. gilda ákvæði 7.-9. gr. um mál sem tjónþoli höfðar beint gegn vátryggjanda þar sem slík málsókn er heimil. Því er mismunandi háttað í einstökum samningsríkjum hvort tjónþoli hefur heimild til þess að höfða skaðabótamál með þessum hætti beinl gegn ábyrgðartryggjanda.137 í íslenskum rétti er heimild í 97. gr. umferð- arlaga nr. 50/1987 til þess að höfða bótamál bæði gegn þeim sem er bótaskyldur og vátryggingarfélagi hans. Ef lög um beina málsókn veita heimild til að draga vátryggjanda eða vátryggðan inn í málið hefur sami dómstóll einnig heimild gagnvart þeim samkvæmt 3. mgr. 10. gr. Það fer eftir lagaskilareglum þess ríkis þar sem dómur er kveðinn upp hvort heimild er til þess að höfða mál beint gegn vátryggjandanum.138 Spuming er hvaða lagaskilareglu verður beitt í dómsmáli hér á landi. Torben Svenné Schmidt bendir á að samkvæmt dönskum rétti sé þessari spurningu vandsvarað. Valið sýnist þó standa milli þeirra laga sem gildi um vátryggingarsamninginn og þeirra laga sem ákvarði ábyrgð tjónvalds, þ.e. gemingsstaðalaga (lex causa). Sá skilningur sé þó almennur hjá fræðimönnum og í dómaframkvæmd að síð- arnefnd lög eigi hér við.139 133 Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret. bls. 77. 134 Sjá Allan Philip: EU-IP, bls. 88, sem vísar í þessu sambandi til Bier málsins. 135 P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 32. 136 Peter Arnt Nielsen: Intemational privat- og procesret, bls. 181. 137 Sjá nánar Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 78. 138 P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 32. 139 Sjá nánar Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret. bis. 78. Þar er vísað til dóma- framkvæmdar í Þýskalandi og Frakklandi. Sjá einnig sömu skoðunar Peter Arnt Nielsen: Inter- national privat- og procesret, bls. 182. 351
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.