Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 65

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 65
kröfuhafa gegn útgerðarmanni, úthlutunarmanni eða öðrum kröfuhöfum.105 Um mál gegn útgerðarmanni vegna sjálfrar ábyrgðarinnar gilda hins vegar 2.-6. gr. og 54. gr. A. Ástæðan fyrir tilvist 6. gr. A er sú að í alþjóðlegum sjórétti hafa lengi verið reglur sem takmarka bótaskyldu innan og utan samninga við ákveðna hámarks- fjárhæð. í þessu felst að þeim sem ábyrgð ber verður ekki gert skylt að greiða hærri heildarbætur vegna sama tjónsatburðar, hvort sem kröfur vegna atburðar- ins eru ein eða fleiri. Er hér átt við svokallaða allsherjartakmörkun ábyrgðar.106 Reglur um allsherjartakmörkun ábyrgðar útgerðarmanns er að finna í al- þjóðasamningi sem gerður var í London 19. nóvember 1976 um takmörkun á ábyrgð útgerðarmanns, þ.e. „Convention on Limitation of Liability for Mari- time Claims“.107 Samningur þessi hefur ekki ákvæði sem beinlínis varðar lög- sögu dómstóla í málum er varða allsherjartakmörkun ábyrgðar. I íslenskum rétti eru í IX. og X. kafla siglingalaga nr. 34/1985 reglur sem takmarka ábyrgð út- gerðarmanns á nánar tilteknum bótakröfum. 3.3.8.4 Mál milli skipstjóra og áhafnar hafskips I V. gr. b. bókunar nr. 1 við Lúganósamninginn er að finna undantekningu frá vamarþingsreglunum þegar um er að ræða mál milli skipstjóra og einhvers í áhöfn hafskips, sem skráð er í Danmörku, Grikklandi, írlandi, íslandi, Noregi, Portúgal eða Svíþjóð, um kaup og kjör eða önnur starfskjör. Þegar svo stendur á skal dómstóll í samningsríki athuga hvort sendierindreka þeim eða ræðis- erindreka, sem ber ábyrgð á skipinu, hafi verið tilkynnt um ágreininginn og frestar dómstóllinn þá málinu á meðan honum hefur ekki verið tilkynnt um það. Hann skal sjálfkrafa vísa málinu frá dómi ef erindrekinn, þegar honum hefur verið tilkynnt um málið, hefur nýtt þær heimildir sem honum eru veittar í samn- ingi um ræðissamband eða, sé slíkum samningi ekki til að dreifa, mótmælt dómsvaldinu innan þess frests sem til þess hefur verið veittur. Rökin sem liggja til grundvallar þessari reglu eru þau að framangreind ríki hafa reglur sem veita þeim einum lögsögu í slíkum málum. í íslenskum rétti er svohljóðandi ákvæði í2. mgr. 72. gr. sjómannalaga nr. 35/1985: „Ef skip erstatt erlendis og ágreiningur rís út af reikningsgerð skipstjóra eða útgerðarmanns eða út af starfi skipverja má leggja þann ágreining undir úrskurð þess ræðismanns sem fyrst næst til. Er báðum aðilum þá skylt að hlíta úrskurði ræðismannsins þar til íslenskur dómstóll eða gerðardómur samkvæmt 1. mgr. hefur lagt dóm á málið". 105 Peter Schlosser: OJ 1979 C 59, bls. 110. 106 Sjá nánar um takmörkun ábyrgðar útgerðarmanns Arnljótur Björnsson: „Abyrgð flytjanda vegna farmtjóns". Tímarit lögfræðinga, 1. hefti 1987, bls. 104 (113-115); Jón Finnbjörnsson: „Tveir dómar um takmörkun ábyrgðar farmflytjanda". Tímarit lögfræðinga, 3. hefti 1995, bls. 205 o.áfr. 107 Þessi samningur leysti af hólmi alþjóðasamning frá 10. október 1957 varðandi takmörkun ábyrgðar útgerðamanns. 345
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.