Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 56
til grundvallar í málinu. í þessu máli var bent á að stundum megi líta á eina eða fleiri
af skyldunum sem aðalskyldur og þá séu aðrar aukaskyldur. Það er þá aðalskyldan
sem ræður úrslitum um vamarþingið.
Þrátt fyrir framangreindan dóm hefur verið á það bent að ekki sé alltaf hægt
að ákvarða hvaða skylda sé aðalskylda í samningssambandi. Afleiðingin verður
þá væntanlega sú að efndastaður á mismunandi skyldum verður á fleiri en einu
varnarþingi.66
3.3.2.5 Efndastaður skuldbindingar
Gera má ráð fyrir því að efndastaður sé jafnan sá sami og afhendingarstaður.
Það ræðst þó nánar af afhendingarskilmálum og öðrum ákvæðum í samningi
aðila, auk þess sem stundum er hægt að leiða efndastaðinn óbeint af samningn-
um.67 A hinn bóginn getur staðurinn þar sem samningurinn var gerður ekki ver-
ið grundvöllur fyrir vamarþingi samkvæmt Lúganósamningnum.68
Mál 12/76 Tessili gegn Dunlop [1976] ECR 1473. í þessu máli tók Evrópudómstóll-
inn fram að ekki væri hægt að setja fram sameiginlega skilgreiningu á því hver væri
efndastaður samnings, enda væri munur á því hvemig efndastaður samninga er
ákveðinn samkvæmt rétti einstakra samningsríkja. Ákveða verður þann stað þar sem
skuldbindinguna skal efna á grundvelli þeirra laga sem beita skal um hina umdeildu
skuldbindingu samkvæmt lagaskilareglum við þann dómstól sem málinu er stefnt
fyrir.
Mál 56/79 Zelger gegn Salinitri [1980] ECR 89. Þar kom fram að sé efndastaður
samningsskuldbindingar ákveðinn af aðilunum með samkomulagi, sem gilt er sam-
kvæmt þeim landsrétti sem gildir um samninginn, sé dómstóllinn á þeim stað bær til
að skera úr um ágreining um þessa skuldbindingu á grundvelli 1. tölul. 5. gr., óháð
því hvort formkröfur samkvæmt 17. gr. um vamarþingssamninga séu uppfylltar.
3.3.2.6 Mál sem varða vinnusamninga einstakra manna
í seinni hluta 1. tölul. 5. gr. er sérregla um vinnusamninga einstakra manna.
Þar kemur fram að sé um að ræða vinnusamninga einstakra manna megi sækja
mál fyrir dómstóli þess staðar þar sem launþeginn starfar að jafnaði. Starfi laun-
þegi að jafnaði ekki í tilteknu ríki megi sækja mál fyrir dómstóli þess staðar þar
sem starfsstöðin er sem réð hann til starfsins.69
I samningaviðræðunum um Lúganósamninginn fóru EFTA-rikin fram á það
að í samningnum yrði sérstakt ákvæði um vinnusamninga til þess að tryggja að
66 Chesire & North: Private Intemational Law, bls. 295.
67 Allan Philip: EU-IP, bls. 48.
68 Stein Rognlien: Luganokonvensjonen, bls. 141. Sjá nánar um rökin fyrir því að þessi leið var
ekki farin P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 23.
69 Sjá til hliðsjónar mál 32/1989 Six Constructions gegn Humbert ECR 11989] 341.
336
i