Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 48
2.6.3 Afstaðan til eldri samninga I 55. gr. er kveðið á um afstöðu Lúganósamningsins til eldri samninga sem EFTA-ríkin hafa gert innbyrðis sín í milli eða við ESB-ríki, en þar eru taldir upp þeir samningar sem Lúganósamningurinn kemur í staðinn fyrir.38 Sá fyrirvari er þó gerður í 1. mgr. 56. gr. að samningar þeir, sem taldir eru upp í 55. gr., halda gildi sínu á þeim sviðum sem Lúganósamningurinn tekur ekki til. Þessi fyrir- vari hefur líklega raunhæfasta þýðingu að því er varðar mál sem falla utan samningsins samkvæmt 2. mgr. 1. gr.39 Einnig halda eldri samningar gildi sínu um dóma sem kveðnir eru upp og um opinberlega staðfest skjöl sem gefin voru út áður en samningurinn öðlaðist gildi. Hvað varðar dórna sem kveðnir verða upp eftir að Lúganósamningurinn öðlast gildi, en höfðuð eru fyrir gildistöku hans, gildir reglan í 2. mgr. 54. gr. 2.6.4 Afstaðan til samninga milli EFTA- og ESB-ríkja annars vegar og þriðja ríkis hins vegar Hvorki Brusselsamningurinn né Lúganósamningurinn hafa áhrif á samninga um gagnkvæma viðurkenningu og fullnustu dóma ntilli þriðja ríkis og ríkis sem er aðili að öðrum hvorum samningnum. Það er heldur ekkert því til fyrirstöðu að ríki sem er aðili að Lúganósamningnum geri samning um gagnkvæma við- urkenningu og fullnustu dóma við þriðja ríki. Þó verður ávallt að gæta þess að í slíkum samningi séu ekki ákvæði sem ganga á svig við skuldbindingar sam- kværnt Lúganósamningnunt. Frá framangreindri reglu er að finna þrönga undantekningu í 59. gr. Ákvæðið heintilar samningsríki að skuldbinda sig gagnvart þriðja ríki með samningi um viðurkenningu og fullnustu dóma til þess að viðurkenna ekki dóma, sem kveðnir eru upp í öðrum samningsríkjum gegn vamaraðilum sem eiga heimili eða dveljast að jafnaði í þriðja ríkinu ef svo stendur á sem í 4. gr. segir og dóminn mátti einungis byggja á vamarþingsreglu sem tilgreind er í 2. mgr. 3. gr. Markmiðið með reglunni er að reyna að draga úr áhrifum dóma sem kveðnir eru upp á samningssvæðinu og byggjast á ósanngjörnu (eksorbitant) varnar- þingi, þ.e. varnarþingi sem engin raunveruleg tengsl hefur við sakarefnið.40 38 Hvað ísland varðar kemur Lúganósamningurinn í stað samnings milli íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um viðurkenningu dóma og fullnægju þeirra, sem undirritaður var í Kaupmannahöfn 16. mars 1932, og samnings milli Isiands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Sví- þjóðar um viðurkenningu og fullnægju á kröfum borgararréttarlegs eðlis, sem undirritaður var í Kaupmannahöfn 11. október 1977. 39 Lennart Pálsson: Bryssel- och Luganokonventionema, bls. 52. Það getur einnig hugsast að dómur falli ekki undir einkamál í skilningi 1. mgr. 1. gr., en eldri samningur eigi þó við, t.d. ef hug- takið einkamál er berum orðum skilgreint í eldri samningi. Ur réttarframkvæmd má nefna mál 10/77 Bavaria og Germanair gegn Eurocontrol [1977] ECR 1517. 40 P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 61. Hann bendir einnig á að gildissvið 59. gr. takmarkist við dóma sem byggjast á einhverri af þeim varnarþingsreglum sem nefndar em í 2. mgr. 3. gr. Sé því ekki hægt að neita dómi viðurkenningar, enda þótt hann byggist á slíkri reglu ef unnt hefði verið að byggja vamarþing á reglu sem telst ekki ósanngjöm vamarþingsregla. Sjá einnig Cheshire & North: Private Intemational Law. London 1992, bls. 433. 328
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.