Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 92
hans, sem aðrir eru undanteknir frá. Enskumælendur tala í þessu sambandi um
equality of opportunity, norðurlandabúar um chancelikhet, og við getum notað
orðasamband eins og tækifærisjöfnuð. Nú veit ég vel að margt kemur í veg fyrir
raunverulegan tækifærisjöfnuð, t.d. ræður barn ekki hvern aðbúnað foreldrar
þess veita því, og ýmislegt fleira kemur til. En samt er tækifærisjöfnuður grund-
vallaratriði í stjórnskipun flestra landa, og er talinn mikilvægur vegna þess, að
hann stuðlar að því að hæfir einstaklingar fái að njóta sín. Einnig kemur þetta
mjög vel heirn og saman við þá fornu hugmynd að menn séu skapaðir jafnir, og
að það sé í eðli sínu ranglátt að örlög eins manns séu að vera þræll, og annars
að vera herra. Sú hugmynd er, að ég tel, afar vel til þess fallin að skapa friðsamt
samfélag, vegna þess að þar sem hún er útfærð í virkum og gildandi lögum get-
ur fólk ekki með réttu ásakað einhverja samborgara sína um ranglæti og arðrán.
A Islandi koma sjónannið af þessu tagi fram í 65. og 75. grein stjómarskrár-
innar, en fyrir breytinguna 1995 voru slíkar reglur í 69. og 78. gr. Öll lönd sem
ég þekki til hafa reglur sem ganga í svipaða átt - meira að segja Bretland, þrátt
fyrir formlegar leifar aðalsveldis og stjómskipunarlög sem eru að verulegu leyti
óskráð. Eg tel rétt að minnast á, þótt skrýtið sé að gera það í tímariti ætluðu lög-
fræðingum, að stjórnskipunarreglum er ætlað raunverulegt gildi, samkvæmt
hljóðan sinni og réttum lögskýringaraðferðum. Ríki, þar sem þær eru aðeins
virtar þegar valdhöfum hentar, er að mínu áliti ekki réttamíki.
Þetta var lagalega hliðin í hnotskurn. Hins vegar hef ég einnig þá pólitísku
skoðun, sem er í samræmi við ofangreint en gengur ef til vill lengra að ein-
hverju leyti, að frjáls, sjálfstæður einstaklingur, sem tekur afleiðingum mistaka
sinna og nýtur að sama skapi umbunar fyrir það sem hann gerir vel, hafi jafnvel
enn meiri möguleika en aðrir til að gera samfélagi sínu varanlegt og almennt
gagn. Ég tel ranglátt að drepa niður frumkvæði og vinnusemi slíks fólks, til
dæmis með því að veita öðrum forréttindi eða forgjöf til að gera það sem það
vill gera og getur gert. Og burtséð frá þeirri spurningu hvort ranglæti sé í eðli
sínu heimskulegt, þá er slíkt heimskulegt þegar af þeirri ástæðu, að það kemur
í veg fyrir að dugandi fólk fái gert sjálfu sér og samfélaginu það gagn sem það
vill gera og getur gert. Þetta er ein helsta ástæðan fyrir tilkomu þeirra lagalegu
reglna, sem ég var að minnast á. Sú hugmyndafræði, sem liggur að baki þeim,
höfðar afar sterklega til flests fólks, þar á meðal mín. Mér verður á að hugsa
hvort almenn velferð og velgengni vesturlandabúa nú á tímum, og góður friður
í samfélögum þeirra, kunni ekki að miklu leyti að byggjast á þeiiri reglu, sem
mikilvægt er talið í flestum ríkjum að fylgt sé, en hún er sú að lög megi ekki
hygla sumum og hefta nröguleika annarra, og að hver maður megi stunda þá at-
vinnu sem hann kýs, að fullnægðum skilyrðum sem gilda jafnt um allt samfé-
lagið. Eins og ég gaf í skyn hér að ofan eru þessi sjónarmið ekkert byltingar-
kennt nýjabrum. Þau voru það kannske 1776 og 1789, en nú eru þau löngu við-
urkennd í stjórnskipunarlögum allra vesturlanda, og við erum þar ekki undan-
skilin, eða a.m.k. er ekki opinberlega játað að svo sé.
Ég get ekki borið á móti því, að á sínum tíma var nauðsynlegt að takmarka
372