Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 63
ræða ákveðið lágmarks sjálfstæði.97 Rétt er að taka fram að ekki er talið heimilt
að styðjast við þetta vamarþing í málum útibús og aðalstarfsemi.98 Þá er Ijóst af
dóminum í Somafer málinu að ákvæðið hefur verið túlkað þröngt.
Mál 33/78 Somafer gegn Saar-Ferngas [1978] ECR 2183. Evrópudómstóllinn benti á
þrjár tegundir mála sem teljast vera „vegna ágreinings, sem stafar af rekstri útibús, um-
boðsskrifstofu eða svipaðrar starfsemi“. í fyrsta lagi ágreining um réttindi eða skyldur í
tengslum við eiginlegan rekstur viðkomandi útibús, umboðsskrifstofu eða svipaðrar
starfsemi, svo sem ágreining um leigumála húsnæðis sem starfsemin hefur komið sér fyr-
ir í eða um ráðningu starfsmanns sem ráðinn er til starfa þar á staðnum. I öðru lagi ágrein-
ing um þær skuldbindingar sem hin rekstrarlega bækistöð hefur tekist á hendur fyrir hönd
aðalstarfseminnar og sem á að efna í samningsríki því þar sem bækistöðinni hefur verið
komið fyrir. I þriðja lagi ágreining um skuldbindingar utan samninga sem leiðir af þeirri
starfsemi er útibú, umboðsskrifstofa eða svipuð starfsemi hefur tekist á hendur vegna
aðalstarfseminnar á þeim stað þar sem bækistöðinni hefur verið komið fyrir.
3.3.7 Varnarþing í máluni fjárvörslusjóða
Samkvæmt 6. tölul. 5. gr. er heimilt að höfða mál gegn stofnanda, vörslu-
manni eða rétthafa fjárvörslusjóðs, sem stofnaður hefur verið á grundvelli laga
eða með skjali eða munnlegum gemingi sem staðfestur er skriflega, fyrir
dómstóli í því samningsríki þar sem sjóðurinn á heimili.
Þetta ákvæði er sett af tilliti til bresks og írsks réttar, en þar hafa svokallaðir
fjárvörslusjóðir (trusts) mikla raunhæfa þýðingu. Sjá nánar kafla 3.2.3.99
3.3.8 Varnarþing í sjóréttarmálum
3.3.8.1 Almennt
I Lúganósamningnum og bókunum eru vamarþingsreglur í sjóréttarmálum í
7. tölul. 5. gr., 6. gr. A og V. gr. b bókunar nr. 1, auk 54. gr. A. Þar sem þessum
reglum sleppir verður öðrum reglum samningsins beitt um þessi mál. Reglurnar
koma í stað vamarþingsreglna í landsrétti sem varða sjóréttarmál, svo fremi
sem varnaraðili á heimili eða fastan dvalarstað í sanmingsríki. Þetta gildir þó
ekki ef varnarþingsreglur landsréttar byggjast á heimild í alþjóðlegum samningi
sem gengur fyrir Lúganósamningnum, sbr. 57. gr. hans.100
Algengt er í sjórétti að byggja vamarþing á kyrrsetningu skips. Slíkri kyrr-
setningu verður að fylgja eftir með staðfestingarmáli og máli þar sem dæmt er
efnislega um ágreininginn. Þar sem flest ríki ESB höfðu þegar staðfest alþjóða-
samning um kyrrsetningu hafskipa sem undirritaður var í Brussel 10. maí 1952
taldi sérfræðinganefndin ekki ástæðu til þess að setja sérstakar reglur um
vamarþing í sjóréttarmálum. Þá var samstaða um það að þau ríki ESB, sem ekki
97 Cheshire & North: Private Intemational Law, bls. 305.
98 Peter Arnt Nielsen: Intemational privat- og procesret, bls. 168.
99 Sjá nánar Cheshire & North: Private International Law, bls. 305; Peter Schlosser: OJ 1979 C
59, bls. 105-108; O'Mallev & Lavton: European Civil Practice, bls. 439-441.
100 Sjá um danskan rétt Öle Færge og Henrik Fastholm: UfR 1995 B, bls. 102 o.áfr.
343