Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 25
um þeirra sem fyrir starfsemi standa, skipti aldur barnanna sem þátt taka miklu
máli. Eru vitaskuld gerðar ríkari kröfur í þessu efni eftir því sem börnin eru
yngri. í því sem fer hér á eftir verður fyrst vikið að öryggi tækja og aðbúnaðar
en síðan að eftirliti og leiðbeiningum.
2.2.2.2.1 Öryggi tækja og aðbúnaðar. Fjárhagsleg markmið starfsemi
Teljist öryggi tækja sem notuð eru við æskulýðsstarf áfátt, þannig að slys
hlýst af, stofnast að jafnaði skaðabótaskylda. Sama gildir ef aðbúnaður við
starfsemi telst ófullnægjandi.
Vissulega geta komið upp álitamál um hvemig aðbúnaður þurfi að vera þar
sem æskulýðsstarfsemi er rekin. Oft fer starfsemi fram á vegum æskulýðsfélaga
sem ekki hafa fjárhagslegan tilgang og bjóða jafnvel upp á þátttöku án end-
urgjalds. Spyrja má hvort kröfur til slíkrar starfsemi séu ef til vill minni heldur
en almennt verði gerðar. Þeir sem slíku vilja halda fram benda þá á að ekki sé
eðlilegt að þeir sem ekki hafa þurft að greiða fyrir þátttöku í tómstundastarfi
geti vænst þess að sá sem fyrir starfsemi standi beri ábyrgð á aðbúnaði þátttak-
enda. Önnur sjónarmið hljóti hér að eiga við heldur en gildi þegar um sé að
ræða starfsemi sem rekin sé fyrir þátttökugjöld og eftir atvikum í hagnaðar-
skyni.
Vamir af þessu tagi hafa verið hafðar uppi í dómsmálum. Má til dæmis vísa
til hæstaréttardóms þar sem var fjallað um ábyrgð hestamannafélags á aðbúnaði
við keppni, sbr. H 1977 1364. Þar var aðstaðan sú að keppandi missti stjórn á
hesti sínum og tók hesturinn stefnu út af keppnisvellinum. Völlurinn hafði verið
girtur af með reipi sem hesturinn sá ekki fyrr en um seinan. Þegar hesturinn
hljóp á reipið datt knapinn af baki og slasaðist. Krafði hann hestamannafélagið
um bætur á þeim grundvelli að óforsvaranlega hefði verið gengið frá reipinu.
Það hefði átt að mála reipið í áberandi lit eða stilla upp mönnum bak við það til
að tryggja að hestar hlypu ekki á það. Af hálfu félagsins var bótaskyldu
mótmælt, m.a. með vísan til þess að félagið væri áhugamannafélag og enginn
hafi verið skyldur til að taka þátt í kappreiðunum. Selt hafi verið inn á kapp-
reiðarnar en þær hafi ekki verið haldnar í ágóðaskyni. Héraðsdómur komst að
þeirri niðurstöðu að umbúnaður á skeiðvellinum hafi verið á ábyrgð hesta-
mannafélagsins. Umbúnaðurinn hafi ekki verið eðlilegur og forsvaranlegur
miðað við aðstæður og hafi það verið á ábyrgð félagsins. M.a. með vísan til
þess var félagið talið skaðabótaskylt. Sérstaklega var tekið fram í héraðsdóm-
inum að ekki skipti máli í því sambandi að kappreiðarnar voru ekki haldnar í
fjáröflunarskyni. í Hæstarétti sagði um þetta að félagið hefði selt almenningi
aðgang að skeiðvellinum og heitið verðlaunum eigendum þeirra hesta sem
fyrstir kæmu í mark. Hefði félaginu borið að sjá um að skeiðbrautir væru
þannig lagðar og umbúnar að þær byðu eigi heim sérstakri hættu. Þessa skyldu
var félagið talið hafa vanrækt og var það því talið skaðabótaskylt. Knapinn, sem
talinn var hafa þekkt vel allar aðstæður á skeiðvellinum, var talinn eiga nokkra
eigin sök á slysinu. Var hann látinn bera tjón sitt að hálfu. Að dómi Hæstaréttar
305