Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 46
máli skipta og varða ákvæði samningsins. Telja verður það verulegt réttarör- yggisatriði fyrir einstaklinga í samningsríkjunum að samræmd túlkun náist. Skylda ríkjanna til að „taka réttmætt tillit til“ úrlausna annarra samningsríkja er almenn og gagnkvæm.29 Þá kemur fram í inngangi að bókun nr. 2 að við skýr- ingu á Lúganósamningnum beri að hafa í huga þær dómsúrlausnir sem liggja fyrir um túlkun Brusselsamningsins. Samræmd túlkum Brusselsamningsins annars vegar og Lúganósamningsins hins vegar er með ólíkum hætti. Ríki ESB hafa falið Evrópudómstólnum það vald að túlka Brusselsamninginn ef ágreiningur rís um túlkun á samnings- ákvæði. Enginn slíkur sameiginlegur dómstóll er á vegum EFTA-ríkjanna sem getur túlkað vafaatriði um samninginn.30 Samkvæmt 1. gr. bókunar nr. 2 er það því skylda EFTA-ríkjanna að „taka réttmætt tillit til“ úrlausna hvers annars um túlkun Lúganósamningsins. I þessu sambandi er í bókuninni gert ráð fyrir í 2. gr. að sett verði á laggirnar sérstakt kerfi sem á að tryggja að samningsríkin geti skipst á upplýsingum um dóma sem kveðnir eru upp samkvæmt samningnum. Þá er í 3. gr. kveðið á um tilvist fastanefndar. Skulu nefndarmenn skiptast á upp- lýsingum um það hvernig samningurinn reynist í framkvæmd. Loks er að finna sérstaka yfirlýsingu í lok samningsins þar sem rrkisstjórnir aðildarríkjanna lýsa því yfir, að þau telji rétt að dómstólar þeirra taki við túlkun samningsins rétt- mætt tillit til fordæma sem úrlausnir Evrópudómstólsins og dómstóla í aðildar- ríkjum Evrópubandalaganna veita, hvað varðar ákvæði Brusselsamningsins, sem í öllum meginatriðum eru tekin upp í Lúganósamninginn. Þau lögskýringarsjónarmið sem Evrópudómstóllinn leggur til grundvallar eru mismunandi. Vafasamt er hversu mikla áherslu á að leggja á beina orðskýr- ingu. Telja verður að gildi slíkrar skýringar sé fremur lítið þar sem samningur- inn er til á mismunandi tungumálum sem öll hafa jafnt gildi. A hinn bóginn virðast undirbúningsgögn að samningnum geta haft mun meiri áhrif. Svo hefur verið reyndin með Brusselsamninginn, en Evrópudómstóllinn vísar oft til greinargerða þeirra P. Jenard og Peter Schlosser. Þá verður að ætla að skýrsla þeirra P. Jenard og G. Möller sé eitt þýðingarmesta skýringargagn Lúganó- samningsins.31 Mikilvægustu lögskýringarsjónarmiðin eru þó eftir sem áður markmiðsskýring og samræmisskýring. Markmiðsskýring felur í sér að laga- texti er túlkaður í samræmi við þau meginmarkmið sem keppt er að með Róm- 29 Stefán IVIár Stefánsson: „Samræmd túlkun Luganosamningsins", bls. 34. 30 Sjá um gagnrýni á þetta fyrirkomulag Leif Weizman: TfR 1992, bls. 656. 31 Sjá P. Jenard: „Report on the Convention on jurisdiction and the enforcement of judgements in civil and commercial matters“. Official Journal of the European Communities 1979 C 59, bls. 1; Peter Schlosser: „Report on the Convention on the Association of the Kingdom of Denmark, Ire- land and the Convention on jurisdiction and the enforcement of judgements in civil and commercial matters and the Protocol on its interpretation by the Court of Justice“. Official Joumal of the European Communities 1979 C 59, bls. 71; P. Jenard og G. Möller: „Report on the Convention on jurisdiction and the enforcement of judgements in civil and commercial matters done at Lugano on 16 September 1988“. Official Joumal of the European Communities 1990 C 189. bls. 57. 326
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.