Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 60
dómstól á heimilisvamarþingi þess sem framfærslunnar nýtur á því tímamarki
er breytingarinnar er krafist.86
3.3.4 Brotavarnarþing
3.3.4.1 Hvað er mál um skaðabætur utan samninga?
I málum um skaðabætur utan samninga skal sækja mál fyrir dómstóli þess
staðar þar sem tjónsatburður varð, sbr. 3. tölul. 5. gr. Lúganósamningsins.
Brotavamarþing gildir því um allar kröfur sem eiga rót sína að rekja til skaða-
verks utan saminga (forum delicti commissi).87
I Kalfelis málinu88 sló Evrópudómstóllinn því föstu að hugtakið „skaðabætur
utan samninga“ bæri að skoða sem sjálfstætt hugtak sem næði yfir allar kröfur
um að á varnaraðila verði lögð skaðabótaábyrgð sem ekki tengist samningi í
skilningi 1. tölul. 5. gr. Enn fremur var tekið fram að dómstóll, sem er bær skv.
3. tölul. 5. gr. til að kveða á um þann hluta kröfu sem byggist á reglunum um
skaðabætur utan samninga, er ekki bær til þess að kveða á um aðra þætti sömu
kröfu sem styðst við aðrar reglur, t.d. reglur um skaðabótaábyrgð innan samn-
89
ínga.
Telja verður að innan ákvæðisins falli bæði mál vegna einstakra tjónsatburða
sem og vegna viðvarandi ástands. Sem dæmi má taka umferðaróhöpp, skað-
semisábyrgð,90 nábýlistjón, mengunar- og umhverfisslys, atvinnurekstrartjón
vegna óréttmætra samkeppnishátta, brot á einkaleyfi og önnur brot á hugverka-
réttindum. Þá verður einnig að telja að innan 3. tölul. 5. gr. falli ófjárhagslegt
tjón og skaðabótaskylda vegna ærumeiðinga eða brota á friðhelgi einkalífsins.91
3.3.4.2 Hver er staðurinn þar sem tjónsatburðurinn varð?
Spyrja má hver sé staðurinn þar sem tjónsatburðurinn varð í skilningi 3.
tölul. 5. gr. samningsins.92 Almennt er fyrirhafnarlítið að ákvarða hvar staður-
inn er, en í vissum tilvikum getur það þó verið erfiðleikum bundið. Aðstaðan
getur t.d. verið sú að staðurinn þar sem atvik sem veldur tjóni verður sé annar
86 Torben Svenné Schniidt: Intemational formueret, bls. 67.
87 I greinargerð með frumvaipi til laga nr. 68/1995 um Lúganósamninginn um dómsvald og um
fullnustu dóma í einkamálum er eftirfarandi dæmi tekið: Ef Islendingur veldur skaðabótaskyldu
tjóni í Grikklandi með því að skemma bifreið er unnt að stefna honum fyrir dómstólum í Grikklandi
og er hinn gríski dómur fullnustuhæfur á Islandi ef því er að skipta. Fullyrða má að þetta sé eitt
hagnýtasta varnarþingið ásamt samingsvamarþinginu. Sjá Alþt. 1995, A-deild, bls. 2563.
88 Sjá mál 189/1987 Kalfelis gegn Schröder [1988] ECR 5565. Sjá hins vegar mál C-261/90
Reichert [1992] ECR-I 2149 þar sem Evrópudómstóllinn komst að því að svokölluð „actio
pauliana" samkvæmt frönskum rétti félli utan ákvæðis 3. tölul. 5. gr.
89 Sjá einnig mál C-220/88 Dumez France gegn Hessische Landesbank [1990] ECR1-49; mál C-
364/93 Marinari [1995] ECR 1-2719; mál C-51/97 Réunion Européenne.
90 Sjá til athugunar UfR 1994. 342.
91 Stein Rognlien: Luganokonvensjonen, bls. 147.
92 P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 26, tekur fram að sérfræðinganefndin hafi ekki viljað taka af-
stöðu til þessa álitaefnis.
340