Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 87
Það athugist enn fremur að hugtök þau sem notuð eru í 21. gr. til að ákveða
hvort fyrir liggi litis pendens ber samkvæmt skilningi dómstólsins að skoða sem
sjálfstæð hugtök.205 Þetta gildir þó ekki um hugtakið „mál er fyrst höfðað“. í
Zelger málinu206 var því slegið föstu að ákvörðun á því hvenær mál sé fyrst
höfðað í skilningi 21. gr. fari eftir því hvort mál er endanlega höfðað, en skilyrði
þetta skuli meta samkvæmt þeim lögum sem gilda við viðkomandi dómstól.
Til þess að um litis pendens geti verið að ræða í skilningi 21. gr. verða tvö
skilyrði að vera uppfyllt. í fyrsta lagi verður málið að vera milli sömu aðila. Það
hefur þó ekki sérstaka þýðingu að málsaðild sé ekki hagað með sama hætti í
báðum málunum.207 í öðru lagi er gerð sú krafa að sakarefnið sé hið sama í báð-
um málunum og að það hvíli á sama málsgrundvelli.208
Þegar um skyldar kröfur er að ræða geta síðari dómstólar frestað málsmeð-
ferð. Skyldar kröfur eru þær kröfur kallaðar sem eru svo tengdar innbyrðis að
æskilegt er að dæma um þær sameiginlega til að konta í veg fyrir ósamrýman-
lega dóma, sbr. 22. gr. Akvæðið fjallar ekki um reglur um dómsvald dómstóla.
Reglan gildir aðeins þegar innbyrðis tengd mál eru höfðuð fyrir dómstólum í
tveimur eða fleiri samningsríkjum.209
Loks segir í 23. gr. að eigi fleiri dómstólar en einn hver um sig einir dóms-
vald um kröfu skuli allir dómstólar, aðrir en sá sem mál er fyrst höfðað fyrir,
vísa máli frá dómi í þágu þess dómstóls.
3.9 Bráðabirgða- og tryggingarráðstafnir
I 24. gr. segir að leita megi til dómstóla í samningsríki unt að beita réttarúr-
ræðum til bráðabirgða, þar með talin tryggingarúrræði, sem lög þess ríkis kunna
að heimila, enda þótt dómstólar í öðru samningsríki hafi dómsvald um efni
málsins samkvæmt samningi þessum.210
Af framangreindri reglu leiðir að þótt dómstóll í einu samningsríki hafi
dómsvald um efni máls má leita til dómstóla annars samningsríkis um að beita
bráðabirgðaúrræðum samkvæmt lögum þess ríkis. Þannig fer það að landsrétti
hvers ríkis hvers konar bráðabirgðaúrræðum verður beitt. Ef staðfestingarmál á
að fylgja í kjölfarið verður að höfða það, en þá yrði að fresta því uns dómur er
205 Sjá mál 144/86 Gubisch gegn Palumbo [1987] ECR 4861; mál C-406/92 Tatry gegn Maciej
Rataj [1994] ECR 5439.
206 Sjá mál 123/83 Zelger gegn Salinitri [1984] ECR 2337.
207 Sjá mál C-406/92 Tatry gegn Maciej Rataj [1994] ECR 5439.
208 Sjá mál 144/86 Gubisch gegn Palumbo [1987] ECR 4861. Samkvæmt dómi þessum tekur
hugtakið litis pendens til tilvika þar sem annar samningsaðilinn fer þess á leit við dómstól í
samningsríki að hann lýsi ógildan eða felli úr gildi alþjóðlegan sölusamning á sama tíma og hinn
aðilinn krefst þess hjá dómstóli í öðru samningsríki að samningurinn verði efndur eftir efni sínu.
209 Sjá mál 150/1980 Elefanten Schuh gegnJacqmain [1981] ECR 1671.
210 Sjá nánar Jesper Lau Hansen: „Anvendelse af forelpbige retsmidler under Domskonventi-
onen“, UfR 1992 B, bls. 1 o.áfr.
367