Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 66
3.3.9 Aðilasamlagsvarnarþing
Ef lögsækja á marga menn búsetta í mismunandi samningsríkjum má höfða
þau mál þar fyrir dómi þar sem einhver þeirra á heimili, sbr. 1. tölul. 6. gr.108
Þótt það sé ekki tekið berum orðum fram í ákvæðinu verður að gera ráð fyrir
því að ákveðið samhengi sé milli krafna á hendur vamaraðilum, t.d. sólidarísk
ábyrgð.109 Þannig verður að telja óheimilt að höfða mál gegn aðila í þeim til-
gangi einum að skapa hagstætt vamarþing. Reglan er og til þess fallin að koma
í veg fyrir að kveðnir verði upp ósamrýmanlegir dómar í einstökum samnings-
ríkjum í sama máli.110 Þetta sjónarmið tengist því augljóslega 3. mgr. 22. gr. um
skyldar kröfur.
Reglan hefur verið túlkuð svo að skilyrði sé fyrir beitingu hennar að samað-
ilar séu allir búsettir í samningsríkjum. Ef einhver samaðila er búsettur utan
samningsríkis fer það eftir lögum þess lands þar sem dómstóll situr hvort dóm-
stóllinn á lögsögu yfir honum.* * 111
Loks skal þess getið að vamarþingssamningur við einn af samaðilunum getur
konrið í veg fyrir að 1. tölul. 6. gr. verði beitt. Hafi sóknaraðili höfðað mál fyrir
dómstóli á varnarþingi sem vamarþingssamningur milli sóknaraðila og vam-
araðila kveður á um, en er ekki heimilisvamarþing hans, er einsýnt að mál verð-
ur ekki höfðað gegn samaðilum á því varnarþingi samkvæmt 1. tölul 6. gr., enda
er ekki uppfyllt það skilyrði að varnaraðili eigi þar heimili. Með sama hætti
verður reglunni ekki beitt ef mál er höfðað á heimilisvamarþingi eins samaðila,
en annar samaðila hefur gert gildan vamarþingssamning sem veitir öðmm dóm-
stóli lögsögu í málinu, enda er enginn fyrirvari urn það í 17. gr. að vamar-
þingssamningar útiloki ekki lögsögu samkvæmt 1. tölul. 6. gr.112
108 Ef íslenskur aðili telur mann búsettan á íslandi og annan búsettan í Frakklandi sameiginlega
ábyrga vegna vanefnda á samningi getur hann sótt mál sitt á Islandi gegn þeim aðila sem búsettur
er í Frakkfandi. Sjá Alþt. 1995, A-deild, bls. 2563.
109 P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 26; P. Jenard og G. Möller: OJ 1990 C 189, bls. 73.
110 P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 27; Sjá einnig mál 189/87 Kalfelis gegn Schröder [1988] ECR
5565. Þar tók Evrópudómstóllinn fram að til þess að beita mætti 1. tölul. 6. gr. yrði að vera þannig
samhengi milli einstakra krafna á hendur samaðilum að æskilegt væri að dæma þær í einu lagi til
þess að koma í veg fyrir að kveðnir væru upp ósamrýmanlegir dómar um hverja kröfu fyrir sig.
111 Sjá t.d. Lennart Pálsson: Bryssel- och Luganokonventionerna, bls. 109; Torben Svenné
Schmidt: Intemational formueret, bls. 73. Sem dæmi má taka að A höfðar mál fyrir dómstóli hér
á landi gegn þremur sólidanskt ábyrgum skuldurum, B, C og D. B á heimili hér á landi, C í
Danmörku og D í Bandaríkjunum. Hérlendur dómstóll hefur því lögsögu yfir B samkvæmt 2. gr.
og yfir C samkvæmt 1. tölul. 6. gr. Lúganósamningsins. Hvort dómstóll hefur lögsögu í máli gegn
D fer eftir íslenskum lögum, þ.e. eml. Niðurstaðan gagnvart D myndi ráðast af því hvort uppfyllt
væru skilyrði 4. mgr. 32. gr. laganna, en þar segir að sækja megi mann, sem búsettur er erlendis, í
þeirri þinghá þar sem hann er staddur við birtingu stefnu ef mál varðar fjárskyldu hans við mann
sem er búsettur hér á landi eða félag, stofnun eða samtök sem eiga varnarþing hér.
112 Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 73. Evrópudómstóllinn hefur í tveimur
málum komist að þeirri niðurstöðu að vamarþingssamningar komi í veg fyrir að beitt verði
vamarþingsreglum 5. og 6. gr. Sjá mál 24/76 Salotti gegn Riiwa [1976] ECR 1831 og mál 25/76
Segoura gegn Bottakdarian [1976] ECR 1851.
346