Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 9
málsins 1980. Auðvitað hlaut það að hafa áhrif á niðurstöðuna hversu langt var um liðið frá því dómurinn var kveðinn upp og því eðlilega erfiðara að taka málið til dómsmeðferðar á ný. Niðurstöðunni var að vonum illa tekið eftir þessa forsögu og upp hófst margra vikna umfjöllun ríkisfjölmiðlanna um hana þar sem sakborningurinn og lögmaður hans virtust vera helstu heimildarmennimir. Raka Hæstaréttar var hins vegar að litlu getið. Tekið skal fram að enginn þeirra dómara, sem dæmdu málið í Hæstarétti, tóku þátt í meðferð á þessari beiðni sakborningsins, enda höfðu þeir allir látið af störfum fyrir löngu. Niðurstaða skoðanakönnunarinnar hlaut óhjákvæmilega að vekja dómara, og ef til vill fleiri, til nokkurrar umhugsunar, þótt ljóslega yrði að taka tillit til þess að aðstæður voru mjög sérstakar og málið, sem greinilega hafði þessi áhrif, væri verulega frábrugðið venjulegum sakamálum. Af greinum í fjölmiðlum og lögfræðitímaritum í Noregi og Danmörku þykist ég ráða að umfjöllun um end- urupptöku sakamála getur orðið mjög heiftúðug, en skilyrði fyrir endurupptöku eru lík á Norðurlöndum þótt meðferð málanna sé nokkuð mismunandi. Þá eru víðfrægar deilur í Englandi og Bandaríkjunum um slík mál. Auðvitað finnst öll- um hrapallegt séu einhverjar líkur á því að saklaus maður hafi verið dæmdur sekur og vilja komast að því hvort sú hafi verið raunin. Hér leikast hins vegar á þessi ósk um að fá fulla vissu um rétta niðurstöðu og sú staðreynd að dóms- kerfið byggist á því að lyktir verða að vera á allri þrætu. Af þessu leiðir að ein- hverjar líkur verða að vera á ítarlegri og vandaðri meðferð við endurupptöku máls en kostur var á við fyrri meðferð. Taka verður einnig tillit til þess að sífellt verður erfiðara að skera úr um hvað sé í raun og veru rétt eftir því sem lengra líður frá atburðum og erfiðara verður að afla upplýsinga um þá. Ný meðferð þess máls sem rætt er um að framan hefði t.d. tæpast getað orðið vandaðri við nýja meðferð, úr því sem komið var, nema fram hefðu komið ný sýnileg sönn- unargögn. Líklega eru þau sjónarmið, sem uppi hljóta að vera við endurupptöku mála, hvorki skýr fyrir almenningi né starfsfólki fjölmiðla. Meira að segja virðist vel menntaða lögfræðinga stundum skorta skilning á þeim sjónarmiðum sem að baki búa og á því að dómstólar verði að sýna varfærni við endurupptöku máls. Skoðanakönnunin, sem fyrr unt ræðir, var að vísu gerð fyrir glanstímarit, sem síðan túlkaði hana á sinn hátt, en hún var þó gerð af fyrirtæki, sem kennir sig við alþjóðlegt fyrirtæki á þessu sviði. Hún virtist stangast verulega á við lífs- gildakönnun, sem gerð var á öllum Norðurlöndunum árið 1990, en samkvæmt henni virtust dómstólar á Islandi hafa mikið traust um 67% íslensku þjóðar- innar. Þá höfðu 80% Dana mikið traust á sínum dómstólum, 67% Finna, 76% Norðmanna og 56% Svía, allt samkvæmt þessari sömu könnun. Könnun þessi var samstarfsverkefni sérfræðinga frá öllum Norðurlöndunum. í könnuninni var sérstakur fyrirvari gerður um niðurstöður frá Finnlandi því aðferðin við könn- unina var þar önnur en í hinum löndunum. Þá var tekið fram að ekki væri ráðlegt að gera mikið úr mun milli þjóða sem væri innan við 10%. Slíkur munur gæti verið innan skekkjumarka úrtakanna sem notuð voru. Þá var tekið fram að 289
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.