Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 75
einungis höfðað mál gegn neytandanum fyrir dómstólum í því samningsríki þar
sem neytandinn á heimili, sbr. 2. mgr. 14. gr. Það er því ekki unnt að lögsækja
neytandann á þeim stað þar sem efna bar samninginn.155
Loks kemur fram í 3. mgr. 14. gr. að ákvæði þessi hafi ekki áhrif á rétt til að
koma að gagnkröfu fyrir dómstóli þar sem aðalkrafan er til meðferðar í sam-
ræmi við ákvæði 4. kafla. Samkvæmt þessu ákvæði skiptir ekki máli hvort það
er neytandi eða hinn samningsaðilinn sem er sóknaraðili eða gagnkrefjandi.156
3.4.3.3 Varnarþingssamningar
Með sama hætti og í vátryggingarmálum má aðeins víkja frá ákvæðum 4.
kafla með vamarþingssamningi ef það er gert til hagsbóta fyrir neytandann.
Slíkur samningur þarf að uppfylla skilyrði 15. gr. Þau skilyrði sem veita heimild
til þess að víkja frá ákvæðum kaflans eru þau sömu og gilda samkvæmt 1.-3.
tölul. 12. gr. um vátryggingarsamninga. Akvæði 3. tölul. 15. gr. hefur einkum
þýðingu þegar neytandi hefur skipt um heimili frá því að samningur var gerður
og þar til ágreiningur er risinn. Samningur um varnarþing hefur hér í för með
sér að gagnaðili getur þrátt fyrir 2. mgr. 14. gr. höfðað mál gegn neytandanum
þar sem hann átti áður heimili.157
3.5 Skylduvarnarþing
3.5.1 Almennt
Við tilteknar aðstæður býður Lúganósamningurinn aðeins upp á eitt tiltekið
varnarþing í samningsríki sem skylt er að nota við málshöfðun. Hér er um að
ræða 16. gr. um skylduvarnarþing sem víkur til hliðar öllum öðrum varnar-
þingsreglum. Ekki er unnt að víkja frá skylduvarnarþingi með varnarþings-
samningi, sbr. 3. mgr. 17. gr. Þá er ekki hægt að víkja frá skylduvarnarþingi
með því að vamaraðili sæki dómþing fyrir öðrum dómstóli, sbr. 18. gr. Loks er
óheimilt að viðurkenna eða fullnægja dómi ef skylduvarnarþings hefur ekki
verið gætt, sbr. 1. mgr. 28. gr. og 2. mgr. 34. gr.
Rökin fyrir því að mæla fyrir um sérstök skylduvamarþing eru þau að sakar-
efnið telst svo tengt því samningsríki sem vamarþing er í, að því er tekur til
löggjafar í því ríki og annarra atriða, að það væri óæskilegt eða óeðlilegt að
dómsvald um það væri í öðru samningsríki.
Ákvæðin um skylduvamarþing virðast gilda án tillits til þess hvort varnar-
aðili er búsettur í samningsríki eða ekki. Er þetta því frábrugðið ákvæðunum
um sérstöku varnarþingin. Af orðnotkuninni „dómstólar“ í 16. gr. má ráða að
reglur ákvæðisins veita einungis alþjóðlega lögsögu, en um staðbundna lögsögu
fer samkvæmt lögum viðkomandi rfkis.158 Sé t.d. um að ræða mál er varðar
155 Karnovs Lovsamling: 2. bindi 1998, bls. 3545.
156 Lennart Pálsson: Bryssel- och Luganokonventionerna, bls. 124.
157 Lennart Pálsson: Bryssel- och Luganokonventionema, bls. 125.
158 Sjá t.d. Karnovs Lovsamling: 2. bindi 1998, bls. 3545.
355