Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Page 75

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Page 75
einungis höfðað mál gegn neytandanum fyrir dómstólum í því samningsríki þar sem neytandinn á heimili, sbr. 2. mgr. 14. gr. Það er því ekki unnt að lögsækja neytandann á þeim stað þar sem efna bar samninginn.155 Loks kemur fram í 3. mgr. 14. gr. að ákvæði þessi hafi ekki áhrif á rétt til að koma að gagnkröfu fyrir dómstóli þar sem aðalkrafan er til meðferðar í sam- ræmi við ákvæði 4. kafla. Samkvæmt þessu ákvæði skiptir ekki máli hvort það er neytandi eða hinn samningsaðilinn sem er sóknaraðili eða gagnkrefjandi.156 3.4.3.3 Varnarþingssamningar Með sama hætti og í vátryggingarmálum má aðeins víkja frá ákvæðum 4. kafla með vamarþingssamningi ef það er gert til hagsbóta fyrir neytandann. Slíkur samningur þarf að uppfylla skilyrði 15. gr. Þau skilyrði sem veita heimild til þess að víkja frá ákvæðum kaflans eru þau sömu og gilda samkvæmt 1.-3. tölul. 12. gr. um vátryggingarsamninga. Akvæði 3. tölul. 15. gr. hefur einkum þýðingu þegar neytandi hefur skipt um heimili frá því að samningur var gerður og þar til ágreiningur er risinn. Samningur um varnarþing hefur hér í för með sér að gagnaðili getur þrátt fyrir 2. mgr. 14. gr. höfðað mál gegn neytandanum þar sem hann átti áður heimili.157 3.5 Skylduvarnarþing 3.5.1 Almennt Við tilteknar aðstæður býður Lúganósamningurinn aðeins upp á eitt tiltekið varnarþing í samningsríki sem skylt er að nota við málshöfðun. Hér er um að ræða 16. gr. um skylduvarnarþing sem víkur til hliðar öllum öðrum varnar- þingsreglum. Ekki er unnt að víkja frá skylduvarnarþingi með varnarþings- samningi, sbr. 3. mgr. 17. gr. Þá er ekki hægt að víkja frá skylduvarnarþingi með því að vamaraðili sæki dómþing fyrir öðrum dómstóli, sbr. 18. gr. Loks er óheimilt að viðurkenna eða fullnægja dómi ef skylduvarnarþings hefur ekki verið gætt, sbr. 1. mgr. 28. gr. og 2. mgr. 34. gr. Rökin fyrir því að mæla fyrir um sérstök skylduvamarþing eru þau að sakar- efnið telst svo tengt því samningsríki sem vamarþing er í, að því er tekur til löggjafar í því ríki og annarra atriða, að það væri óæskilegt eða óeðlilegt að dómsvald um það væri í öðru samningsríki. Ákvæðin um skylduvamarþing virðast gilda án tillits til þess hvort varnar- aðili er búsettur í samningsríki eða ekki. Er þetta því frábrugðið ákvæðunum um sérstöku varnarþingin. Af orðnotkuninni „dómstólar“ í 16. gr. má ráða að reglur ákvæðisins veita einungis alþjóðlega lögsögu, en um staðbundna lögsögu fer samkvæmt lögum viðkomandi rfkis.158 Sé t.d. um að ræða mál er varðar 155 Karnovs Lovsamling: 2. bindi 1998, bls. 3545. 156 Lennart Pálsson: Bryssel- och Luganokonventionerna, bls. 124. 157 Lennart Pálsson: Bryssel- och Luganokonventionema, bls. 125. 158 Sjá t.d. Karnovs Lovsamling: 2. bindi 1998, bls. 3545. 355
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.