Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 74
orðum fram í ákvæðinu verður að gera ráð fyrir því að gagnaðilinn sé atvinnu-
rekandi.151 Hugtakið neytandi ber að skýra sjálfstæðri skýringu.152 Samningur
sem neytandi gerir um vátryggingu fellur undir ákvæði 3. kafla um varnarþing
í neytendamálum.153 Þeir samningar sem falla undir 4. kafla eru tæmandi taldir
í 1.-3. tölul. 1. mgr. 13. gr.
I fyrsta lagi falla undir kaflann samningar um lausafjárkaup með afborgunar-
skilmálum, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 13. gr.
I öðru lagi falla undir kaflann samningar um lán sem endurgreiða skal með
afborgunum, eða annars konar lánafyrirgreiðsla, til að fjármagna kaup á lausa-
fé, sbr. 2. tölul. 1. ingr. 13. gr.
I þriðja lagi falla undir kaflann samningar um að láta af hendi lausafé eða
þjónustu enda; a) hafi undanfari samningsins verið sérstakt tilboð til neytandans
í ríki því, sem hann á heimili, eða almenn auglýsing þar, og b) neytandinn gert
þær ráðstafanir sem nauðsynlegar voru til samningsgerðarinnar í því ríki, 3.
tölul. 1. mgr. 13. gr.
I 2. mgr. 13. gr. segir að eigi viðsemjandi neytandans ekki heimili í samn-
ingsríki en hafi útibú, umboðsskrifstofu eða svipaða starfsemi í samningsríki og
skuli þá í ágreiningi, sem stafi af rekstri starfseminnar, litið svo á að aðilinn eigi
heimili í því ríki.
Þá ber að taka fram að flutningasamningar falla utan kaflans, sbr. 3. mgr. 13.
gr. Varnarþing í þeim málurn fer því eftir almennu reglunum, einkum 2. gr. og
1. og 5. tölul. 5. gr.154
3.4.3.2 Varnarþing
Þegar sóknaraðili er neytandi á hann val um það á hvaða varnarþingi hann
höfðar málið því að samkvæmt 1. mgr. 14. gr. getur neytandi höfðað mál gegn
hinum samningsaðilanum annað hvort fyrir dómstólum í því samningsríki, þar
sem sá aðili á heimili, eða fyrir dómstólum í því samningsríki þar sem hann á
sjálfur heimili. Réttarvemd neytandans felst samkvæmt þessu í því að hann
getur lögsótt gagnaðilann í samningssambandi fyrir dómstóli í sínu heimalandi,
enda þótt hann hafi síðar flutt til annars lands. Hinn samningsaðilinn getur
151 Sjá t.d. Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 79-80.
152 Sjá mál nr. C-269/95 Benincasa [1997] ECR 1-3767. Þar tók Evrópudómstóllinn fram að hug-
takið neytandi bæri að skýra sjálfstæðri skýringu og þröngt, þannig að það verði að byggjast á stöðu
viðkomandi í tengslum við ákveðinn samning ásamt eðli og markmiði samningsins, en ekki á hug-
lægri afstöðu aðilanna sjálfra. Samkvæmt þessu er hægt að líta á einstakling sem neytanda í
ákveðnum viðskiptum en sem atvinnurekanda í öðrum tilvikum. Sjá einnig mál nr. C-89/91
Shearson Lehman gegn TVB [1993] ECR 1-139. Þar var því slegið föstu að sóknaraðili, sem var
atvinnurekandi, en ekki sjálfur neytandi í skilningi 13. gr., gæti ekki borið fyrir sig hinar sérstöku
varnarþingsreglur í neytendamálum, þrátt fyrir að hafa fengið framselda kröfu frá aðila sem var
neytandi í skilningi 13. gr.
153 Peter Schlosser: OJ 1979 C 59, bls. 118.
154 Um rökin fyrir því að halda flutningssamningum fyrir utan gildissvið 4. kafla sjá Peter
Schlosser: OJ 1979 C 59, bls. 119.