Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 76
réttindi yfir fasteign á íslandi getur sóknaraðili, ef vamaraðili er búsettur á ís-
landi, valið milli þess hvort liann höfðar málið á heimilsvarnarþingi, varnar-
aðila eða á fasteignavarnarþingi.
Einungis er um að ræða skylduvarnarþing ef það er aðalatriði ágreiningsins
sem 16. gr. tekur til. Þetta leiðir af 19. gr. en þar segir að sé dómstóli í öðru
samningsríki falið að skera úr ágreiningi „sem í aðalatriðum" varðar málefni
sem dómstólar í öðru samningsríki hafa einir dómsvald um samkvæmt 16. gr.
skuli hann þá sjálfkrafa vísa máli frá dómi.159
3.5.2 Mál um réttindi yfir fasteign
Meginreglan samkvæmt a-lið 1. mgr. 16. gr. er sú að aðeins má sækja mál
um réttindi yfir fasteign eða leigu fasteignar í því samningsríki þar sem fast-
eignin er. Frá þessu er undantekning í b-lið 1. tölul. 16. gr. um mál um fast-
eignaleigusamninga sem gerðir eru um tímabundin persónuleg afnot til allt að
sex mánaða óslitið.
Spyrja má hvað átt sé við með því þegar talað eru um „réttindi yfir fasteign"
í a-lið 1. tölul. 16. gr. Draga má þá ályktun af lögskýringargögnum, samanburði
við erlenda texta Lúganósamningsins og dómaframkvæmd að hér sé átt við
hlutaréttindi í tengslum við fasteignina, hvort heldur um er að ræða bein eða
óbein eignarréttindi. Hefur t.d. verið talið að utan ákvæðisins falli skaðabóta-
mál sem byggjast á réttindum yfir fasteigninni eða tjóns sem verður á fast-
eign.160 Evrópudómstóllinn hefur slegið því föstu að hugtakið „mál um réttindi
yfir fasteign" beri að skýra sjálfstæðri skýringu og nái einungis til mála þar sem
taka þarf afstöðu til stærðar eignarinnar, fylgifjár, eignarhalds eða tilvistar
annarra hlutaréttinda yfir eigninni.161
Með sama hætti og gildir um hugtakið réttindi yfir fasteign ber að túlka hug-
takið leigu á fasteign í a-lið sjálfstæðri skýringu. Finna má vísi að slíkri túlkun
lijá P. Jenard þar sem segir að hugtakið feli m.a. í sér álitamál varðandi gildi og
túlkun á leigu- og ábúðarsamningum, um skaðabætur vegna tjóns sem leigutaki
veldur á fasteign, brottflutnings af eigninni o.s.frv.162 Þá er þess að geta að
Evrópudómstóllinn hefur túlkað hugtakið þröngt.163
Frá framangreindri nteginreglu er gerð undantekning í b-lið 1. tölul. 16. gr.
um mál varðandi fasteignaleigusamninga sem gerðir eru um tímabundin per-
sónuleg afnot til allt að sex mánaða óslitið.164 Slík mál verða annað hvort höfð-
uð í því ríki þar sem fasteignin er eða þar sem vamaraðili á heimili, ef leigutaki
159 Sjá mál 288/82 Duijnstee gegn Goderbauer [1983] ECR 3663.
160 Sjá nánar Peter Schlosser: OJ 1979 C 59, bls. 120 o.áfr.
161 Sjá mál C-115/88 Reichert gegn Dresdner Bank [1990] ECR-I 27. Sjá einnig mál C-294/92
Webb gegn Webb [1994] ECR 1-1717; mál 292/93 Lieber gegn Göbel {1994] ECRÚ-2535.
162 P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 35.
163 Sjá mál 73/77 Sanders gegn Van der Putte [1977] ECR 2383 þar sem dómstóllinn hafnaði því
að um leigu á fasteign væri að ræða í þeim skilningi sem 16. gr. leggur í hugtakið.
164 P. Jenard og G. Möller: OJ 1990 C 189, bls. 75.
356