Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 33
dóm í UfR 1994, bls. 215. Þar áreitti eiginmaður vinnuveitanda, sem aðstoðaði
við reksturinn, undirmann eiginkonu sinnar kynferðislega. Undirmaðurinn fór í
mál við vinnuveitanda sinn og eiginmann hennar. Eiginkonan var sýknuð af
kröfunni með þeim rökstuðningi að atferli eiginmannsins hafi verið „svo ófyr-
irsjáanlegt og óvenjulegt“13 að eiginkonan bæri ekki ábyrgð á því á grundvelli
reglunnar um vinnuveitandaábyrgð. Af þessum dæmum má ef til vill draga þá
ályktun að a.m.k. allar beinar líkamlegar árásir á böm og unglinga sem starfs-
maður æskulýðsfélags, þ.nr.t. sjálfboðaliði, gerðist með ásetningi sekur um falli
utan þeirrar ábyrgðar sem æskulýðsfélagið ber samkvæmt reglunni um vinnu-
veitandaábyrgð. A slrkum atvikum ber æskulýðsfélagið því væntanlega aðeins
ábyrgð að forsvarsmenn þess hafi á saknæman hátt ráðið óhæfan mann til
starfans eða á saknæman hátt fengið slíkan mann til sjálfboðaliðsstarfa, ekki
sinnt eftirlitsskyldu með starfsmönnum sem skyldi eða átt þátt í árásinni á
einhvern sambærilegan hátt. Tekið skal fram að önnur sjónarmið gilda að sjálf-
sögðu um slagsmál barnanna innbyrðis og ábyrgð umsjónaraðila á tjóni sem
hlýst af þeim.
2.2.3.2 Persónuleg ábyrgð í tengslum við æskulýðsstarf
Meginreglan í íslenskum rétti er sú, að sá sem skaðaverki veldur beri per-
sónulega á því skaðabótaábyrgð, séu skilyrði sakarreglunnar sem fyrr var nefnd
uppfyllt. Skiptir þá ekki máli þó að hann hafi valdið tjóninu í starfi í þágu
vinnuveitanda síns. Frá þessari meginreglu er gerð þýðingarmikil undantekning
í 3. mgr. 19. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þar er kveðið á um að hafi starfs-
maður valdið tjóni sem munatrygging, rekstrarstöðvunartrygging eða ábyrgðar-
trygging vinnuveitanda hans taki til sé starfsmaðurinn ekki skaðabótaskyldur
nema tjónið verði rakið til ásetnings eða stórfellds gáleysis. Þetta gildir án efa
um starfsemi æskulýðsfélaga og felur þá í sér að sjálfboðaliðar og starfsmenn
félaganna bera að öllu jöfnu ekki persónulega ábyrgð á tjóni sem framan-
greindar tryggingar bæta.14 I skilmálum ábyrgðartrygginga er að jafnaði kveðið
svo á að tryggingarnar bæti tjón sem séu bótaskyld samkvæmt almennum bóta-
reglum á íslandi. Það má því gera ráð fyrir, að hafi æskulýðsfélag tekið ábyrgð-
artryggingu, beri starfsmaður eða sjálfboðaliði yfirleitt ekki ábyrgð á skaðaverki
sínu að svo miklu leyti sem skaðaverkið er unnið í tengslum við starf hans fyrir
æskulýðsfélagið. Bótaskylda starfsmanns eða sjálfboðaliða stofnast þá einungis
að hann hafi unnið skaðaverkið af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. í greinargerð
með skaðabótalögunum eru nefnd í þessu samhengi skaðaverk sem unnin eru
undir áhrifum áfengis, ávana- eða fíkniefna.15 I slíkum tilvikum teljast skaða-
13 «sá upáregnelig og atypisk».
14 Sjá Alþingistíðindi, A-deild, 1992-1993, 116. löggjafarþing, bls. 3665, þar sem tekið er fram að
með vinnuveitanda og starfsmanni er átt við merkingu þessara hugtaka í skilningi almennu regl-
unnar um vinnuveitanda eða húsbóndaábyrgð eins og þau eru notuð í kafla 2.2.3.1.
15 Sjá Alþingistíðindi, A-deild, 1992-1993, 116. löggjafarþing, bls. 3661-3662.
313