Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 32
stjórn þeirra félaga sem að starfseminni standa, verður líklega að líta svo á að
öll félögin beri óskipta ábyrgð.
2.2.3.1.2 Hegðun starfsmanns talin saknæm
Um það skilyrði að hegðun starfsmanns sé saknænt gilda sömu sjónarmið og
lýst var að framan þar sem fjallað var um sakarregluna. Vísast til þess.
2.2.3.1.3 Tjóni valdið í starfi
Það er skilyrði ábyrgðar samkvæmt reglunni um vinnuveitandaábyrgð að
starfsmaður hafi valdið tjóninu í starfi sínu. Með öðrum orðum verður sá senr á
sök á tjóni að hafa valdið tjóninu við framkvæmd þess starfs sem hann gegnir í
þágu vinnuveitandans eða í nánum tengslum við starfið.11 Við mat á því hvort
þetta skilyrði sé uppfyllt má til dæmis líta til vinnutíma, sbr. H 1975 702, þar
sem fjallað var um slys sem varð við fimleikaæfingu eftir skólatíma en dóm-
urinn er reifaður á bls. 308 hér að framan. Þar voru málsástæður um vinnutíma
íþróttaþjálfarans taldar varða úrlausn þess hver bæri endanlega ábyrgð á tjóni
og komu ekki til skoðunar í Hæstarétti þar sem ekki var talin hafa sannast sök
í málinu. Héraðsdómur tók þetta hins vegar til skoðunar og taldi það ekki velta
á vinnutíma þjálfarans hvort skólinn bæri fébótaábyrgð á slysinu, þar sem
þjálfun á greindri æfingu þótti í svo nánum tengslum við starfsskyldur íþrótta-
kennarans almennt að þar yrði ekki á milli greint. Rétt er sjálfsagt með hliðsjón
af framansögðu að líta svo á að vinnutími geti haft talsverða þýðingu en hann
ráði hins vegar ekki úrslitum. I þessu samhengi má nefna, að því er varðar ferðir
á vegum æskulýðsfélaga, að væntanlega er erfitt að staðhæfa hvenær vinnutíma
leiðbeinanda sem eru með í för lýkur. Verður í slíkum tilvikum væntanlega að
gera ráð fyrir að skaðaverk séu unnin í starfi eða í nægum tengslum við starf
nema sterkar líkur séu leiddar að hinu gagnstæða. Almennt séð ber því æsku-
lýðsfélag ábyrgð á skaðaverkum sem sjálfboðaliðar eða starfsmenn valda í ferð-
um á þeirra vegum.
Hegði starfsmaður sér með svo óvenjulegum eða afbrigðilegum hætti að
almennt verði ekki gert ráð fyrir að menn hagi sér þannig við vinnu sína má
telja að vinnuveitandi sé ekki ábyrgur.12 Sem dæmi um þetta má nefna H 1962
74. Þar var málum svo háttað að tveir starfsmenn lentu í áflogum í flökunarsal
hraðfrystihúss þar sem þeir unnu. Annar starfsmaðurinn var 42 ára en hinn 16
ára. Sá yngri hélt á hnífi og slasaði þann eldri með honum. Sá sem slasaðist
höfðaði bótamál og stefndi bæði þeim sem hnífnum beitti og vinnuveitand-
anum. I héraðsdómi var vinnuveitandinn sýknaður með þeim rökstuðningi að
atferli mannanna hafi verið það fjarlægt starfsskyldum þeirra sem starfsmanna
hraðfrystihússins að slysinu verði ekki jafnað til slyss í starfi. í Hæstarétti var
þessi úrlausn héraðsdóms staðfest. Um þetta má líka nefna danskan landsréttar-
11 Sjá Arnljót Björnsson: Skaðabótaréttur. Reykjavík, 1988, bls. 93.
12 Sjá Arnljót Björnsson: Skaðabótaréttur. Reykjavík, 1988, bls. 94.
312