Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 41
2.2 Staða í íslenskum rétti Lúganósamningurinn er sjálfstæður þjóðréttarsamningur annars vegar milli ESB-ríkjanna og hins vegar EFTA-ríkjanna. I íslenskum rétti hefur verið byggt á kenningunni um tvíeðli þjóðaréttar og landsréttar.5 Meginreglan hér á landi hefur því verið sú að þjóðaréttur sé ekki hluti landsréttar nema þjóðréttarákvæði hafi verið sérstaklega í lög leidd eða ákvæðin hafi unnið sér þegnrétt þar sökum réttarvenju.6 Þar sem Lúganósamningnum var ætlað að vera réttarskapandi samningur, þ.e. að skapa bein réttaráhrif fyrir einstaklinga, varð að setja hann í lög. Ella hefði samningurinn ekki haft nein áhrif á réttindi eða skyldur íslenskra ríkisborgara. Samningurinn var því lögfestur í heild sinni, sbr. 2. gr. laga nr. 68/1995. Af þessu leiðir að reglur samningsins koma í stað samsvarandi reglna í landsrétti þegar mál fellur undir hann. Þannig ganga reglur Lúganósamnings- ins fyrir vamarþingsreglum V. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Er landsréttur samningnum til fyllingar, en þó verður ávallt að gæta þess að túlka landsrétt til samræmis við samninginn.7 8 Þá verður að hafa í huga að dómara ber að beita ákvæðum samningsins af sjálfsdáðum.*' í umfjölluninni hér á eftir verða dómar Evrópudómstólsins um túlkun á Brusselsamningnum teknir til skýringar einstökum ákvæðum Lúganósamnings- ins. Telja verður að þessir dómar veiti veigamikla vísbendingu um það hvernig skýra beri ákvæði Lúganósamningsins. Einnig er til þess að líta að í yfirlýsingu við Lúganósamninginn er m.a. við það miðað að tekið verði réttmætt tillit til fordæma sem úrlausnir dómstóls Evrópubandalaganna veita um ákvæði Bruss- elsamningsins sem í öllum meginatriðum eru tekin upp í Lúganósamninginn. í þessu sambandi er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að Evrópudómstóllinn hefur tekið skýrt fram að unnt sé að túlka Brusselsamninginn sjálfstæðri skýr- ingu eða leggja til grundvallar efnisreglur einstakra ríkja.9 Þetta er eitt af þeim atriðum sem kanna þarf þegar dæmt er í máli hér á landi þar sem reynir á Lúg- anósamninginn. Ef ákvæði í Brusselsamningnum, sem sambærilegt er ákvæði í Lúganósamningnum, hefur verið skýrt sjálfstæðri skýringu af Evrópudómstóln- 5 Þess ber að geta hér að aðgreining þessi er engan veginn einhlít. Kenningar um eineðli og tvíeðli þjóðaréttar virðast skarast í íslenskum rétti. Þessu til stuðnings má benda á H 1990 2, en þar er vísað til þess að skýra verði ákvæði laga með hliðsjón af ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Sjá nánar Dóra Guðmundsdóttir: „Um lögtöku Mannréttindasáttmála Evrópu og beitingu í ís- lenskum rétti“. Tímarit lögfræðinga, 3. hefti 1994, bls. 159-160. 6 Gunnar G. Schram: Ágrip af þjóðarétti. Reykjavík 1986, bls. 14. 7 Sú meginregla gildir í alþjóðlegum einkamálarétti flestra ríkja að réttarfarsreglur lúta lögum þess lands þar sem dómstóll situr (lex fori). Sjá t.d. Eggert Oskarsson: „Um alþjóðlegan einkamálarétt og viðfangsefni hans“. Tímarit lögfræðinga, 1. hefti 1988. bls. 114; J.G. Collier: The Conflict of Laws. London 1971, bls. 455. í Lúganósamningnum sér þessarar reglu víða stað, bæði um lögsögu dómstóls og fullnustu dóma, sbr. t.d. 2. og 4. tölul. 5. gr„ 4. tölul. 6. gr., 2. mgr. 10. gr. og 3. tölul. 15. gr. og 1. mgr. 33. gr. 8 P. Jenard: „Report on the Convention on jurisdiction and the enforcement of judgements in civil and commercial matters". Official Joumal of the European Communities 1979 C 59, bls. 1 (bls. 8). 9 Mál 12/76 Tessili gegn Dunlop [1976] ECR 1473. 321
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.