Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 82
Mál 214/89 Powell Duffryn gegn Petereit [1992] ECR 1-1745. Hér var því slegið
föstu að vamarþingssamningur geti uppfyllt kröfumar í 17. gr., enda þótt hann sé tek-
inn upp í samþykktir hlutafélags og samþykktur í samræmi við landslög og sam-
þykktir félagsins, og efni hans fjallar um að dómstóll í samningsríki skuli vera bær
til að útkljá deilumál milli félagsins og hluthafanna.
í a-lið 1. tölul. 17. gr. er tekið svo til orða að varnarþingssamningur skuli
vera skriflegur eða „munnlegur og staðfestur skriflega“. Til skýringar þessu má
nefna dóminn í Segoura málinu.
Mál 25/76 Segoura gegn Bonakdarian [1976] ECR 1851. Þar kom fram að hafi
samningur verið gerður munnlega teljast formkröfur 17. gr. því aðeins uppfylltar að
skrifleg staðfesting seljanda með tilkynningu um almenna viðskiptaskilmála hans
hafi verið skriflega samþykkt af kaupanda. Þá sagði að þeirri staðreynd að kaupandi
hefur ekki borið fram mótmæli gegn einhliða staðfestingu viðsemjanda síns sé því
aðeins unnt að jafna við samþykki á vamarþingsskilmálunum að munnlegi samning-
urinn hafi verið liður í viðvarandi viðskiptasambandi aðilanna sem stofnað var til á
grundvelli almennra viðskiptaskilmála samningsaðilanna sem hafa að geyma varnar-
þingsákvæði.
Mál 313/85 Iveco Fiat gegn van Hool [1986] ECR 3337. Þar var tekið til úrlausnar
hvernig túlka beri 17. gr. þegar skriflegur samningur, sem hefur að geyma vamar-
þingsákvæði og sem samkvæmt efni sínu er aðeins unnt að framlengja með skrifleg-
um samningi, er runninn úr gildi, en er samt sem áður áfram réttarlegur grundvöllur
samningssambands milli aðilanna. Formreglur ákvæðisins eru uppfylltar ef 1) aðil-
amir geta samkvæmt gildandi lögum framlengt upprunalega samninginn án þess að
það gerist skriflega, eða 2) ef annar aðilanna annars staðfestir vamarþingsákvæðið
skriflega eða öll þau ákvæði sem áfram er stuðst við með þegjandi samkomulagi, og
sem meðal annars tekur til þessa ákvæðis án þess að hinn aðilinn sem móttekið hefur
staðfestinguna hreyfi mótmælum
Það hefur ekki sérstaka þýðingu hvor aðilanna hefur staðfest samninginn
skriflega. Samkvæmt því sem fram kemur í Bergltoefer málinu188 ber þannig að
túlka ákvæðið á þann veg að formkrafa þess telst uppfyllt þegar leitt hefur verið
í ljós að varnarþingsákvæðið hefur verið ákveðið með skýru munnlegu sam-
komulagi, að skrifleg staðfesting eins aðila samningsins hefur gengið til hins
aðilans og að sá síðarnefndi hafi ekki borið fram mótmæli. Þá er það skilyrði
þess að síðari hluta a-liðar verði beitt um samning, sem er munnlegur og síðar
staðfestur skriflega, að aðilar hafi verið sammála um vamarþing þegar hinn
munnlegi samningur var gerður.181'
188 Sjá mál 221/84 Berghoefer gegn ASA [1985] ECR 2699.
189 Sjá mál 25/76 Segoura gegn Bonakdarian [1976] ECR 1851; mál 221/84 Berghoefer gegn
ASA [1985] ECR 2699; mál 313/85 Iveco Fiat gegn van Hool [1986] ECR 3337.
362