Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 86
vist, þ.e. þegar varnaraðili hefur aldrei mætt. Um útivistarmál gildir sú regla að
dómstóllinn skal sjálfkrafa vísa máli frá dómi nema hann hafi dómsvald sam-
kvæmt ákvæðum Lúganósamningsins, sbr. 1. mgr. 20. gr. Þetta þýðir að dóm-
stóll á að kanna af sjálfsdáðum hvort varnarþing sé rétt ef varnaraðili mætir
ekki í máli. Verður útivist varnaraðila því ekki jafnað við þegjandi samþykki
fyrir varnarþingi og dómstóll getur krafist þess af sóknaraðila að hann sýni fram
á dómsvald í málinu.199
Enn frernur skal dómstóllinn fresta nteðferð málsins þar til sýnt er fram á að
varnaraðilinn hafi átt kost á að taka á móti stefnu eða samsvarandi skjali svo
tímanlega að hann hefði getað undirbúið vörn sína eða að allar nauðsynlegar
ráðstafanir hafi verið gerðar í því skyni, sbr. 2. mgr. 20. gr.200
Loks segir í 3. mgr. 20. gr. að ákvæði 15. gr. Haagsamningsins frá 15. nóv-
ember 1965 um birtingu erlendis á réttarskjölum og utanréttarskjölum í einka-
málum eða verslunarmálum koma í stað ákvæða 2. mgr. ef senda skal úr landi
stefnu eða tilkynningu um málshöfðun samkvæmt þeim samningi. Mörg af
samningsríkjunum eru aðilar að þessum samningi og gildir hann alfarið um
stefnubirtingu í þeim ríkjurn.201
3.8 Litis pendens og skyldar kröfur
í 21.-23. gr. eru ákvæði um litis pendens og skyldar kröfur sem hafa þann til-
gang að koma í veg fyrir að ósamrýmanlegir dómar gangi um sama sakarefni.202
Þá hafa þessar reglur með óbeinum hætti það að markmiði að tryggja „frjálsa
hreyfingu" dóma á samningssvæðinu.202
I 1. mgr. 21. gr. er svo fyrir mælt að sé krafa, byggð á sömu málsástæðum og
milli sörnu aðila, gerð fyrir dómstólum í tveimur eða fleiri samningsríkjum
skuli hver dómstóll, annar en sá sem mál er fyrst höfðað fyrir, sjálfkrafa fresta
meðferð þess þar til fyrir liggur að sá dómstóll hafi dómsvald í málinu. í 2. mgr.
21. gr. segir að liggi fyrir að sá dómstóll, sem mál er fyrst höfðað fyrir, hafi
dómsvald skuli aðrir dómstólar vísa málinu frá dómi í þágu hans.
Að baki framangreindum reglum um litis pendens liggur sú hugsun að koma
á skipulögðu réttarfari á samningssvæðinu. Reglunum verður beitt hvort heldur
dómsvald dómstóls byggist á Lúganósamningnum eða varnarþingsreglum
landsréttar.204 Það hefur því ekki þýðingu fyrir beitingu 21. gr. hvort aðilarnir í
báðum málunum eigi heimili í þriðja ríki eða hvort dómsvald í öðru eða báðum
málunum byggist á varnarþingsreglum landsréttar eða Lúganósamningsins.
199 P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 39.
200 í sumum samningsríkjum eru reglur um stefnubirtingu þær að það telst nægjanleg stefnubirt-
ing að senda stefnu til tiltekins embættismanns í því ríki þar sem dóm skal kveða upp eða jafnvel
með afhendingu stefnu til póstþjónustu. Sjá Alþt. 1995, A-deild, bls. 2566.
201 Sjá Alþt. 1995, A-deild, bls. 2566.
202 Sjá nánar Jesper Lau Hansen: „Domskonventionen og litis pendens". UfR 1994 B, bls. 139 o.áfr.
203 Peter Arnt Nielsen: International privat- og procesret, bls. 214.
204 P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 41; Sjá mál C-351/89 Overseas Union lnsurance gegn New
Hampshire Insurance [1991] ECR 3317.
366