Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 86

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 86
vist, þ.e. þegar varnaraðili hefur aldrei mætt. Um útivistarmál gildir sú regla að dómstóllinn skal sjálfkrafa vísa máli frá dómi nema hann hafi dómsvald sam- kvæmt ákvæðum Lúganósamningsins, sbr. 1. mgr. 20. gr. Þetta þýðir að dóm- stóll á að kanna af sjálfsdáðum hvort varnarþing sé rétt ef varnaraðili mætir ekki í máli. Verður útivist varnaraðila því ekki jafnað við þegjandi samþykki fyrir varnarþingi og dómstóll getur krafist þess af sóknaraðila að hann sýni fram á dómsvald í málinu.199 Enn frernur skal dómstóllinn fresta nteðferð málsins þar til sýnt er fram á að varnaraðilinn hafi átt kost á að taka á móti stefnu eða samsvarandi skjali svo tímanlega að hann hefði getað undirbúið vörn sína eða að allar nauðsynlegar ráðstafanir hafi verið gerðar í því skyni, sbr. 2. mgr. 20. gr.200 Loks segir í 3. mgr. 20. gr. að ákvæði 15. gr. Haagsamningsins frá 15. nóv- ember 1965 um birtingu erlendis á réttarskjölum og utanréttarskjölum í einka- málum eða verslunarmálum koma í stað ákvæða 2. mgr. ef senda skal úr landi stefnu eða tilkynningu um málshöfðun samkvæmt þeim samningi. Mörg af samningsríkjunum eru aðilar að þessum samningi og gildir hann alfarið um stefnubirtingu í þeim ríkjurn.201 3.8 Litis pendens og skyldar kröfur í 21.-23. gr. eru ákvæði um litis pendens og skyldar kröfur sem hafa þann til- gang að koma í veg fyrir að ósamrýmanlegir dómar gangi um sama sakarefni.202 Þá hafa þessar reglur með óbeinum hætti það að markmiði að tryggja „frjálsa hreyfingu" dóma á samningssvæðinu.202 I 1. mgr. 21. gr. er svo fyrir mælt að sé krafa, byggð á sömu málsástæðum og milli sörnu aðila, gerð fyrir dómstólum í tveimur eða fleiri samningsríkjum skuli hver dómstóll, annar en sá sem mál er fyrst höfðað fyrir, sjálfkrafa fresta meðferð þess þar til fyrir liggur að sá dómstóll hafi dómsvald í málinu. í 2. mgr. 21. gr. segir að liggi fyrir að sá dómstóll, sem mál er fyrst höfðað fyrir, hafi dómsvald skuli aðrir dómstólar vísa málinu frá dómi í þágu hans. Að baki framangreindum reglum um litis pendens liggur sú hugsun að koma á skipulögðu réttarfari á samningssvæðinu. Reglunum verður beitt hvort heldur dómsvald dómstóls byggist á Lúganósamningnum eða varnarþingsreglum landsréttar.204 Það hefur því ekki þýðingu fyrir beitingu 21. gr. hvort aðilarnir í báðum málunum eigi heimili í þriðja ríki eða hvort dómsvald í öðru eða báðum málunum byggist á varnarþingsreglum landsréttar eða Lúganósamningsins. 199 P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 39. 200 í sumum samningsríkjum eru reglur um stefnubirtingu þær að það telst nægjanleg stefnubirt- ing að senda stefnu til tiltekins embættismanns í því ríki þar sem dóm skal kveða upp eða jafnvel með afhendingu stefnu til póstþjónustu. Sjá Alþt. 1995, A-deild, bls. 2566. 201 Sjá Alþt. 1995, A-deild, bls. 2566. 202 Sjá nánar Jesper Lau Hansen: „Domskonventionen og litis pendens". UfR 1994 B, bls. 139 o.áfr. 203 Peter Arnt Nielsen: International privat- og procesret, bls. 214. 204 P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 41; Sjá mál C-351/89 Overseas Union lnsurance gegn New Hampshire Insurance [1991] ECR 3317. 366
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.