Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 20
1. INNGANGUR Þann 4. nóvember 1998 afhenti ég Slysavarnafélagi Islands, Iþrótta- og Ólympíusambandi íslands, Ungmennafélagi Islands, Landssambandi KFUM og KFUK, Æskulýðsráði ríkisins, Bandalagi íslenskra skáta, menntamálaráðu- neytinu og íþróttanefnd ríkisins lögfræðilega álitsgerð á ábyrgð og öryggismál- unt í félags- og tómstundastarfi (æskulýðsstarfi) sem þessir aðilar höfðu sam- eiginlega óskað eftir að ég tæki saman. Hafa álitsbeiðendur fallist á það fyrir sitt leyti að ég birti álitsgerðina í Tímariti lögfræðinga. Fer meginefni álitsgerð- arinnar hér á eftir. Við samantekt álitsgerðarinnar naut ég aðstoðar fulltrúa míns Reimars Péturssonar héraðsdómslögmanns. 2. GILDANDI RÉTTARREGLUR Sú lagalega ábyrgð sem reyna kann á í félags- og tómstundastarfi er einkum tvenns konar, skaðabótaábyrgð og refsiábyrgð. Verður hér á eftir fyrst vikið að refsiábyrgð (2.1) en síðan að skaðabótaábyrgð (2.2). 2.1 Refsiábyrgð Refsiábyrgð er sú ábyrgð nefnd sem ríkisvaldið kemur fram á hendur þeim sem hafa gerst sekir um brot á lögum á þann hátt að varði refsingu. Refsing felst í greiðslu sektar til ríkisins eða í afplánun fangelsisvistar. Meginreglan er sú, að ásetning þurfi til að um refsiábyrgð samkvæmt almennum hegningarlögum nr. 19/1940 geti verið að ræða, sbr. 18. gr. þeirra. í nokkrum tilvikum er þó gáleysi gert refsivert í almennum hegningarlögum með sérstökum ákvæðum þar að lútandi. Við brot á svonefndum sérrefsilögum er gáleysi yfirleitt talið nægja til refsiábyrgðar. Telji ríkisvaldið að brotið hafi verið gegn lögum á þann hátt að varði refsingu ber því oftast að höfða mál fyrir dómstólum til að koma fram refsiábyrgð. Ákæruvald er í höndum ríkissaksóknara og lögreglustjóra samkvæmt 25. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991, sbr. 1. gr. laga nr. 84/1996. Mál sem ríkið höfðar í þessu skyni eru í lögum nefnd opinber mál. í þeim skal allur vafi um sök metinn sakbomingi í hag og ber að sýkna af refsikröfu nema talið sé hafið yfir allan skynsamlegan vafa að sakborningur hafi gerst sekur um hið refsiverða athæfi. Þarf því yfirleitt mikið til að refsiábyrgð komi til álita. Þótt það hljóti að heyra til undantekninga getur komið til þess að á refsi- ábyrgð reyni í tengslum við æskulýðsstarf. Sem dæmi um slíkt tilvik má nefna H 1994 2088. Þar var leiðbeinandi hjá siglingaklúbbi ákærður fyrir lrkams- meiðingu af gáleysi með því að hafa ekki sýnt nægilega varkárni við stjóm báts. Með honum í för voru 8 börn í kringum 10 ára aldur sem öll voru þátttakendur á námskeiði sem hann veitti forstöðu. Þegar hann eitt sinn sveigði bátnum til féll eitt bamið útbyrðis og lenti í vélarskrúfu bátsins. Hlaut barnið alvarlega áverka og var um tíma í lífshættu. Leiðbeinandinn var dæmdur sekur. í Hæsta- rétti var sérstaklega litið til þess að maðurinn hafði verið forstöðumaður sigl- inganámskeiðsins og leiðbeinandi bama þeirra sem nteð honum voru í bátnum. 300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.