Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 51
reglu eru þau að sanngjamt er talið að dómstóll beiti lögum þess rikis þar sem
vamaraðili kveðst eiga heimili fremur en þeim lögum sem gilda í lögsögu
hans.47
Framangreindar reglur geta leitt til þess að dómstólar í fleiri en einu rrki eigi
lögsögu. Við þessar aðstæður á sóknaraðili val um það fyrir hvaða dómstóli
málið er höfðað. Þegar ákvörðun hefur verið tekin um það hvar höfða skal
málið verður það ekki borið undir annan dómstól vegna reglna 21. og 23. gr. um
litis pendens.48
Vera kann að lög þess ríkis þar sem stefndi á heimili hafi að geyma tvær mis-
munandi skilgreiningar á hugtakinu heimili, annars vegar samkvæmt almenn-
um reglum einkamálaréttar og hins vegar samkvæmt réttarfarslögum. Ber þá að
beita þeim síðarnefndu við ákvörðun á lögsögu dómstóls 49
3.2.3 Félög og aðrar lögpersónur
Samkvæmt 1. mgr. 53. gr. Lúganósamningsins gildir sú regla um félög og
aðrar lögpersónur að þau teljast eiga heimili á aðsetri sínu. Þegar ákvarða skal um
aðsetrið skal dómstóllinn þó beita þeim lagaskilareglum sem við hann gilda.50 í
samningnum er því ekki sérstaklega skilgreint hvað sé aðsetur félags eða annarrar
lögpersónu frekar en reynt er að skilgreina hugtakið heimili. Ástæðan er sú að
mismunandi er háttað eftir löggjöf einstakra ríkja hvert er aðsetur lögpersónu.51
Sum ríki láta ákvæði í samþykktum ráða úrslitum um þetta, en önnur fara eftir því
hvar aðalstöðvar eru og enn aðrar aðferðir eru þekktar. Að íslenskum lögum fer
ákvörðun um hvort heimili félags er hér á landi eftir heildarmati á því hversu það
er í raun tengt íslenskum lögum og hagsmunum.52
I 2. mgr. 53. gr. kemur fram að þegar ákvarða skal hvort fjárvörslusjóður eigi
heimili í samningsríki þar sem mál hefur verið höfðað skal dómstóllinn beita
þeim lagaskilareglum sem við hann gilda. Fjárvörslusjóður (e. trust) er sérstakt
fyrirbæri í breskum og írskum rétti.53 Þetta réttarsamband kemst á þegar stofn-
andi (settlor) felur einum eða fleiri einstaklingum (trustees) að stjóma fjármun-
um í þágu eins eða fleiri einstaklinga sem njóta eiga góðs af því (beneficiaries)
eða til hagsbóta lögmætu markmiði, þannig að útborgun verðmætanna falli til
47 P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 17.
48 Sjá Lennart Pálsson: Bryssel- och Luganokonventionema, bls. 68; Torben Svenné Schmidt:
Intemational formueret, bls. 60.
49 P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 17.
50 Sjá P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 57; Peter Schlosser: OJ 1979 C 59, bls. 96; Peter Kaye:
Civil Jurisdiction and Enforcement of Foreign Judgements, bls. 313-339; Jan Kropholler:
Europaisches ZivilprozeBrecht, bls. 380-382; O'Malley & Layton: European Civil Practice, bls.
839-844.
51 P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 57.
52 Alþt. 1995, A-deild, bls. 2571. Um heimilisfang hlutafélaga í íslenskum rétti sjá Stefán Már
Stefánsson: Hlutafélög og einkahlutafélög. Reykjavík 1995, bls. 66-67.
53 Cheshire & North: Private Intemational Law, bls. 305. Sjá nánar Peter Schlosser: OJ 1979 C
59, bls. 105-108; O'Malley & Lavton: European Civil Practice, bls. 439-441.
331