Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 12
3. HVAÐA TRAUST HAFA FJOLMIÐLAR? HVERNIG HAGA PEIR SKRIFUM SÍNUM? í skoðanakönnun, sem gerð var fyrir Morgunblaðið í júní/júlí 1998, en flest heimili á íslandi eru áskrifendur að blaðinu, var fólk spurt að því hvort það teldi einstaka fjölmiðla áreiðanlega fréttamiðla. í ljós kom mjög misjafnt álit á fjölmiðlum, en 83% svarenda töldu Morgunblaðið sjálft áreiðanlegan frétta- miðil og yfir 90% svarenda töldu Rrkisútvarpið og Ríkissjónvarpið áreiðanlega miðla. Aðrir fjölmiðlar voru í verulega minna áliti sem fréttamiðlar. Líklega sýnir þessi niðurstaða, hvaða fréttamiðla á að taka alvarlega. Hins vegar þarf hún ekki að gefa til kynna að fólk trúi öllu sem þar er sagt. Ég geri ráð fyrir því að aðstæður séu líkar á öðrum Norðurlöndum. Fjölmiðlarnir séu misáreiðan- legir og almenningi sé það að einhverju leyti ljóst. Islenskir lögfræðingar myndu hugsanlega hafa tilhneigingu til að taka undir með svarendum í þessari skoðanakönnun Morgunblaðsins um það hvaða fjölmiðlar landsins séu áreið- anlegastir. En þeir myndu margir kvarta undan því að frásagnir af niðurstöðum dómsmála væru of oft ónákvæmar, fréttamatið brenglað og fréttir af málefnum dómstólanna misvísandi og í litlu jafnvægi. Þeir myndu því líkast til ekki verða á sama máli og almenningur um áreiðanleika fjölmiðla, að minnsta kosti ekki á sínu sviði. Deila má um það hvað sé frétt og hversu mikilvæg hún er. Blaðamaður við áður umrætt dagblað skrifaði grein í blaðið í júlí 1998 og sagði þar m.a.: „Draumur sérhvers blaðamanns er að skrifa stórfrétt - að hafa átt frumkvæði að því að afla fréttarinnar, tryggja að réttar og sannar heimildir væru að baki fréttinni, að hafa sjálfur skrifað fréttina frá upphafi til enda og að vera fyrstur með fréttina, uppsláttinn, það sem okkar blaðamanna á milli nefnist „skúbb“. Dómurum og líklega mörgum öðrum lögfræðingum þykir allt of oft farast fyrir að blaðamenn tryggi að réttar og sannar heintildir séu að baki fréttum af dóms- málum, frásagnir verði oft einhliða og venjuleg sakamál kalli á stórar fyrir- sagnir, en minna sé sagt frá dómum sem hafa mikið fordæmisgildi og geta haft veruleg áhrif á líf almennings. Fjölmiðlamenn benda hins vegar á að dómur verði yfirleitt ekki rakinn í heild sinni í fjölmiðli, erfitt geti reynst að finna kjarna dómsins og þeir hafi sjaldnast aðgang að einhverjum lögfræðingi sem geti á hlutlægan hátt lesið yfir frásögn þeirra áður en til birtingar kemur. Þeir fullyrða að fréttmatið sé mismunandi eftir fjölmiðlum og hljóti að einhverju leyti að ráðast af meintum áhuga al- mennings. Þeir kvarta undan því að erfitt geti reynst að fá hlutlægar upplýsingar um málefni dómstóla, enginn fáist til að svara árásum á dómstólana og úrlausnir þeirra. Þeir telji dómara gera lítinn greinarmun á fréttum og fréttatengdu efni. Fjölmiðlamenn, sem samskipti hafa við dómstólana, þekkja þá reglu að dómari hafi tjáð sig um málefnið með dómi sínum og eigi ekki að rökstyðja úrlausn sína frekar og hafa nokkum skilning á því að þetta sé heppileg regla. Þeir sem hafa lítil samskipti við dómstólana þekkja ekki þessa reglu eða hafa engan skilning á henni. Þeir kvarta undan því að erfitt sé að nálgast dómarana og þeir 292
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.