Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 98
í varastjórn voru kosnir: Arnljótur Björnsson hæstaréttardómari, Eiríkur
Tómasson prófessor, Hallvarður Einvarðsson fyrrverandi ríkissaksóknari,
Hrafn Bragason hæstaréttardómari, Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., Stefán Már
Stefánsson prófessor og Þór Vilhjálmsson dómari við EFTA-dómstólinn.
Endurskoðendur voru kosnir: Helgi V. Jónsson hrl. og Kristín Briem hrl.
Til vara voru kosnir: Allan V. Magnússon héraðsdómari og Skúli
Guðmundsson skrifstofustjóri.
í lok fundarins þakkaði Ragnhildur Arnljótsdóttir formaður það traust sem
félagsmenn sýndu nýkjörinni stjórn.
Fundarstjóri þakkaði síðan fundarsókn og sleit fundi.
Kristján Gunnar Valdimarsson,
fundarritari
SKÝRSLA STJÓRNAR LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS Á
AÐALFUNDI 14. OKTÓBER 1999
1.Inngangur
Aðalfundur Lögfræðingafélags íslands var haldinn á Hótel Loftleiðum þann
29. október 1998 kl. 20.00. Fundarstjóri var Jakob R. Möller hrl.
Á dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf. Sitjandi stjórn félagsins
var endurkjörin, en í henni eru: Helgi Jóhannesson hrl. formaður, Ragnhildur
Arnljótsdóttir deildarstjóri, varaformaður, Steinunn Guðbjartsdóttir hdl., Bene-
dikt Bogason skrifstofustjóri, Helgi I. Jónsson héraðsdómari, Davíð Þór Björg-
vinsson prófessor og Kristján G. Valdimarsson skrifstofustjóri.
í varastjórn voru kosnir Arnljótur Björnsson, Eiríkur Tómasson, Hallvarður
Einvarðsson, Hrafn Bragason, Jón Steinar Gunnlaugsson, Stefán Már Stefáns-
son og Þór Vilhjálmsson.
Endurskoðendur félagsins voru kosin þau Helgi V. Jónsson og Kristín Briem
og Allan V. Magnússon og Skúli Guðmundsson til vara.
Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjómar skipti stjómin þannig með sér verkum:
Helgi I. Jónsson gjaldkeri, Steinunn Guðbjartsdóttir framkvæmdastjóri Tíma-
rits lögfræðinga, Kristján Gunnar Valdimarsson ritari, Benedikt Bogason með-
stjórnandi og Davíð Þór Björgvinsson meðstjórnandi.
Á starfsárinu hafa verið haldnir 12 stjórnarfundir auk þess sem stjómarmenn
hafa milli funda sinnt ýmsum málefnum félagsins. Ragnhildur Arnljótsdóttir
var formaður málþingsnefndar en með henni í nefndinni voru Steinunn Guð-
bjartsdóttir og Davíð Þór Björgvinsson. Davíð Þór Björgvinsson hefur sinnt
samskiptum við lagadeild Háskólans varðandi málstofur og þeir Helgi Jóhann-
esson og Benedikt Bogason voru í framkvæmdanefnd Kínafarar. Aðrir stjórn-
armenn hafa sinnt þeim störfum sem þeim var úthlutað á fyrsta stjórnarfundi.
Öll framkvæmdaatriði hafa síðan verið á herðum framkvæmdastjóra félagsins,
Brynhildar Flóvenz.
Félagsmenn í Lögfræðingafélagi Islands eru nú um 980 talsins.
378